Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Síða 179
Mál er að mœla
177
5.2.3 Samanburður
Samkvæmt niðurstöðum okkar er munur langra og stuttra samhljóða
1 sunnlensku alls staðar yfir skynjunarmörkum, sem talin eru 30 ms.
Munurinn í sunnlensku er minnstur milli langs og stutts s eða 47 ms,
en mestur milli langs og stutts r, eða 106,7 ms. Munur langs og stutts /
niælist 60 ms, m 82 ms og n 92 ms.
Niðurstaðan fyrir norðlensku er svipuð. f>ar er minnstur munur milli
langs og stutts s, en mestur milli langs og stutts r. Innbyrðis afstaða
milli hinna hljóðanna, þ.e. /, m og n er einnig lík og í sunnlensku.
Munur löngu og stuttu hljóðanna í norðlensku er hins vegar ívið
minni í millisekúndum talið en í sunnlensku. í sunnlensku er hann að
meðaltali 77,5 ms en 65,2 ms í norðlensku. Hlutfallslegur munur langs
°g stutts er einnig meiri í sunnlensku en norðlensku. Þetta sést betur í
töflu 22:
Sunnlenska: C C: C:-C C/C:
s 186,0 233 47,0 1:1,25
m 106,0 188 82,0 1:1,77
n 97,0 189 92,0 1:1,95
r 49,3 156 106,7 1:3,16
1 107,0 167 60,0 1:1,56
Mtal: 77,5
Norðlenska: C C: C:-C C/C:
s 156,0 201 45,0 1:1,29
m 103,0 162 59,0 1:1,57
n 89,8 166 76,2 1:1,85
r 46,8 136 89,2 1:2,91
1 106,0 162 56,0 1:1,53
Mtal: 65,18
Tafla 22: Samanburðartafla. Lengd stuttra og langra l, m, n, r, s og
hlutfallið þar á milli í sunnlensku og norðlensku
í sunnlensku og norðlensku er stutta r-ið aðeins um 20% af áherslu-