Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 184
182
Þorsteinn G. Indriðason o.fl.
Sunnlendingar Norðlendingar
stutt langt stutt langt
% % % %
lokhljóð23 og s 48-55 74-78 51-61 71-75
l, m, n 38-39 68-76 42 70-74
r 21 61 22 60
Tafla 23: Hlutfall þriggja flokka samhljóða af lengd áhersluríms
Ef litið er á skiptingu áhersluríms í einstökum orðum kemur í ljós
að samhljóð falla í þrjá flokka eftir því hversu stór hluti þau eru af
áhersluríminu. S hegðar sér líkt og lokhljóðin, ef opnun/fráblástur er
talinn með lengd þeirra, stutta hljóðið er að jafhaði um helmingur
áherslurímsins en það langa nálægt 3/4. Nefhljóðin og / mynda ann-
an flokk. Þar eru stuttu hljóðin um 40% áherslurímsins og þau löngu
um 70%. Loks er r sér á parti, stutta hljóðið er aðeins rúmlega 20%
áherslurímsins en það langa um 60%. Það kemur vel heim við hljóð-
kerfisfræðina, en þar myndap, t, k, s sérstakan flokk (sbr. lengdarreglu)
og /, m, n (sbr. aðblásturssamböndin lokhljóð + /, m, n).
5.4 Helstu niðurstöður
Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar má draga saman í eftirfarandi
liði:
(10) a Stutt lokhljóð eru u.þ.b. jafnlöng í sunnlensku og norðlensku-
b Löng lokhljóð eru að meðaltali 44 ms lengri í sunnlensku en
norðlensku. Þessi munur jafngildir 25,9 af hundraði.
c Munur stuttra og langra lokhljóða er því meiri í sunnlensku en
norðlensku. Hlutfallslega er þessi munur 1:1,77 í sunnlensku
en 1:1,44 í norðlensku.
d Hlutfallið C/V+C í stuttum lokhljóðum er hærra í norðlensku
en sunnlensku.
e Hljóðin /, m, n,rogs em öll lengri í sunnlensku en norðlensku-
A það bæði við um löng og stutt hljóð.
23 Hér er fráblástur/opnun talin með lokhljóðinu. Lokhljóð með aðblæstri eru ekki
tekin með í þessum tölum.