Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 188
186
Þorsteinn G. Indriðason o.fl.
Norðlenskur framburður
C: MP (1974b) C C:-s-C C: ÞGI (1987) C C:-5-C
n 200 100 100 166 89,8 76,2
m 212 117 95 162 103,0 59
1 214 104 110 162 106,0 56
s 235 164 71 201 156,0 45
r 170 64 106 136 46,8 89,2
Tafla 25: Samanburður þriggja samhljóðamælinga
Ef athugaður er lengdarmunur stuttra og langra samhljóða kemur í
ljós að enn em niðurstöður okkar og Söm Games mjög líkar, einkum
hvað varðar n og m, og allar tölur um mun á löngu og stuttu töluvert yfi1,
skynjunarmörkum. Jaíhframt em þær afar ósvipaðar tölum Magmísar,
sem em (að r undanskildu) rétt yfír skynjunarmörkum.
Hitt stingur og í stúf við niðurstöður Magnúsar að samkvæmt okkar
rannsókn gera Sunnlendingar skýrari greinarmun á stuttum og löngum
hljóðum en Norðlendingar og em það sömu niðurstöður og fengust við
mælingu lokhljóðanna.
Af þessum samanburði ætti að vera ljóst að mælingar Magnúsar
Péturssonar skera sig mjög úr mælingum annarra rannsakenda, einkum
hvað varðar lengdarmun langra og stuttra hljóða. Samkvæmt mælingum
Söm Games er sú lengdaraðgreining vel „varðveitt" í sunnlensku og
styðja þær því alls ekki niðurstöður Magnúsar, þótt hann hafi sjálfúr
a.m.k. tvívegis haldið slíku fram í ritdómum um verk Söm (MP 1977-
1978c; sbr. einnig ER 1980b:35-36).
Okkar niðurstöður em hins vegar ólíkar niðurstöðum Magnúsar Pét-
urssonar og Eiríks Rögnvaldssonar um samhljóðalengd í norðlensku
og sunnlensku. f okkar rannsókn reyndist lengdaraðgreining samhljóðu
mun skýrari í sunnlensku en norðlensku, einkum í lokhljóðum. Pessu
var öfugt farið, bæði hjá Eiríki Rögnvaldssyni og Magnúsi Péturssyn1
(sbr. töflu 24 hér að framan).