Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 189
Mál er að mæla
187
7. Lokaorð
Sú rannsókn sem hér hefur verið greint frá hefur nokkra sérstöðu á
rneðal rannsókna á samhljóðalengd í íslensku. í fyrsta lagi er rannsókn-
in gerð í þeim tilgangi að bera saman samhljóðalengd í sunnlensku og
norðlensku. í öðru lagi em notaðir fleiri hljóðhafar en í fyrri rannsókn-
um, 6 Sunnlendingar og 6 Norðlendingar með jöfnu vægi milli kynja. í
þriðja og síðasta lagi er rannsóknin afmörkuð við samhljóð í innstöðu
á eftir löngu sérhljóði.
Þegar þetta er haft í huga má ætla að niðurstöður okkar séu traustari en
eldri niðurstöður um samhljóðalengd í íslensku. Það er því óneitanlega
athyglisvert að þær benda eindregið til þess að samhljóðalengd sé haldið
betur aðgreindri í sunnlensku en norðlensku. Þetta er andstætt fyrri
niðurstöðum. Að því er lokhljóðin varðar kemur þetta þó ekki á óvart
því að í þeim má ætla að fráblástur, fremur en lengd, sé aðgreinandi í
norðlensku.
Skrá yflr skammstafanir
ER: Eiríkur Rögnvaldsson
MP: Magnús Pétursson
SE: Stefán Einarsson
SG: Sara Games
ÞGI: Þorsteinn G. Indriðason o.fl.
HEIMILDIR
Páll Kristinsson, Friðrik Magnússon, Margrét Pálsdóttir og Sigrún Þorgeirsdóttir.
1984. Um andstœöiiáherslu í íslensku. Óprentuð ritgerð, Háskóla íslands, Reykja-
vfk.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1980a. Lengd íslenskra samhljóða: VitoÖ ér enn — eða hvat?
Óprentuð ritgerð, Háskóla íslands, Reykjavík.
• 1980b. Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat? íslenskt mál 2:25—51.
Pischer-Jprgensen, Eli. 1974. Almen Fonetik. Akademisk Forlag, Kóbenhavn.
^arnes, Sara. 1971. Quantity in Icelandic. Proceedings ofthe 7th International Con-
gress ofPhonetic Sciences, Montréal, bls. 714—717. Mouton, The Hague.
• 1973. Lengd hljóða í íslensku. Mímir 20:18-20.