Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 193
Fluga
Gat skemma stýrt þágufalli?
í nútímaíslensku er skemma ein hinna algengustu áhrifssagna sem
hvert bam kann með að fara, og fer ekki á milli mála að hún stýrir
einvörðungu þolfalli. í fommáli á hún hins vegar að hafa getað stýrt
þágufalli samkvæmt því sem greinir í orðabók Cleasbys og Guðbrands
(1957), og er birt um það eitt dæmi. í orðabók Fritzners (1896, 1972)
er ekki getið um slíka fallstjóm. í seðlasafni fommálsorðabókarinnar í
Amasafni í Kaupmannahöfn (mars 1990) er eitt dæmi um hana, raunar
hið sama og hjá þeim Guðbrandi.
Dæmið er í Bandamanna sögu, lengri gerð hennar, en að þeirri gerð
sögunnar er Möðruvallabók víst eina handritið sem sjálfstætt gildi hef-
Ur.1
Þar er komið sögunni að hinn nýríki goði Oddur Ófeigsson á Mel
saetir ákæm fyrir að múta dómendum og bindast helstu höfðingjar
lundsins samtökum um að sakfella hann á Alþingi. Oddur situr heima
Um þingið og búinn til landflótta, því að málið hoifir óvænlega, en faðir
hans, bragðakarlinn Ófeigur, ríður til þings og gerist þar málsvari sonar
Slns. Með fortölum og frekari mútum vinnur hann tvo samsærismennina
^ sitt band, selur þeim sjálfdæmi í málinu, en hafði áður tryggt sér að
Þeh dæmdu Odd aðeins til málamyndarefsingar. Eftir þing rfður karl
Uorður. Síðan segir (ísl.:23):
Nú finnast þeir feðgar og var Oddur þá albúinn til hafs. Þá segir
1 Sjá t.d. Magerdy (1981:xliv). Þótt sagan sé eldri en handritið er naumast hægt
vita hvort nákvæmlega þetta orðalag er eldra en Möðruvallabók, þ.e. frá því um
. 35°; ég skal svosem ekki ábyrgjast að sagan sé mörgum áratugum eldri. Um leshátt-
lnn ' handritinu sjálfu má vísa á ljósprentun þess (Möðruvb. 120r, ofarlega f síðari
Qálki).