Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 194
192
Fluga
Ófeigur Oddi að hann hefir selt þeim sjálfdæmi. Oddur segir: „Skilstu
manna armastur við mál.“ Ófeigur segir: „Eigi er enn öllu skemmt
frændi." Innir nú allan málavöxt...
Þetta er dæmið um að skemma stýri þágufalli: „Eigi er enn öllu
skemmt, frændi.“ Þá ætti skemma að standa hér í merkingunni ‘spilla
og Ófeigur að meina að með sjálfdæminu hafi hann ekki verið búinn
að eyðileggja málstað Odds svo gersamlega sem virðast mætti.
Skýrendur sögunnar eða þýðendur á erlend mál, þeir sem á annað
borð nota texta Möðruvallabókar, virðast (við fljótlega athugun) sam-
mála um þennan skilning:
(1) skemma ... with dat. damage, destroy (Foote 1981:94)
(2) All is not lost yet, kinsman (Morris og Eiríkur Magnússon
1891:117)2
(3) Noch ist nicht alles verloren (Heusler 1913:132)
(4) Endnu er ikke alt tabt, min Dreng (Kyrre 1960:345)
(5) Enno er ikkje alt óydelagt, frende (Magerpy 1984:167)
Er það þá ekki laukrétt að skemma stýri þama þágufalli?
„Eindæmin eru verst“, eins og Grettir segir, og ekki getur það talist
traust að reisa beygingarfræðilega ályktun á einum einasta leshætti í
einu handriti. Ekki er svo auðvelt að útiloka að hér séu pennaglöp d
ferð eða einhvers konar vangá.
Auk þess vil ég halda því fram — og er þá komið að meginerindi
þessa greinarkoms — að sögnin skemma standi hvergi í þessari klausu,
heldur skemmta. Lýsingarháttur þátíðar er samhljóða af þeim báðum-
„Eigi er enn öllu skemmt, frændi“ — og verður að ráða af samheng1
hvor þeirra sé hér á ferðinni. Virðast mér öll rök hníga að því að velja
beri skemmta.
Raunar notum við það orð ekki svona í nútímamáli, þar sem þágu
fallsandlagið tilgreinir einungis hverjum sé skemmt. En í fommáli, Þar
sem skemmta getur haft sérmerkinguna ‘skemmta með frásögn, segja
frá’, er einnig hægt að tjá sem þágufallsandlag frásagnarefnið sem
2 Samhljóða, aðeins stafsett „isn’t“ fyrir „is not“, hjá Hermanni Pálssyni (1975.86)