Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 195
Fluga
193
skemmt er með. Um þetta eru ýmis dæmi í fomritum (mörg tilfærð hjá
Fritzner 1896:307), hin kunnustu víst í Þorgils sögu og Hafliða þar sem
segir frá Reykhólabrúðkaupi 1119 (Sturl.:22; auðkennt hér):
Frá því er nokkuð sagt... hverjir þar skemmtu eða hverju skemmt
var. ... Hrólfur af Skálmamesi sagði sögu frá Hröngviði víkingi ...
En þessari sögu var skemmt Sverri konungi og kallaði hann slíkar
lygisögur skemmtilegar.
Ekki er skemmta í merkingunni ‘segja frá’ einskorðuð við eiginlega
sagnaskemmtun. Taka má dæmi úr Hjálmþés sögu og Ölvis. Þeir sögu-
hetjumar em í víking, hafa lagt flota sínum í leynivog á eyju nokkurri
°g gengið einir á land. Sjá þeir víkinga hins vegar á eynni sem hafa
slegið tjöldum á landi, ganga þangað dulbúnir og spyrja, svo sem af
r®lni, hver fyrir liðinu ráði. Einhverjir verða til að svara því skýrt og
skilmerkilega. „„Vel hafi þið skemmt,“ segja þeir“ (Fomaldars.:185;
auðkennt hér).
I Bandamanna sögu er Ófeigur karl að segja syni sínum frá, rekja
honum gang málsins á þingi. Hann hleypur yfir undirmál sfn við tvo
af andstæðingunum, segir frá því sem gerðist fyrir opnum tjöldum, og
kemur þá fljótt að því að hann samdi fyrir hönd Odds um sjálfdæmi
bandamanna í málinu. Oddur grípur fram í, en karl þaggar niður í
honum: „Eigi er enn öllu skemmt“, þ.e. ‘enn er ekki frá öllu sagt, sagan
ekki öll’.
Tímaákvörðunin „eigi er enn öllu skemmt“ er markviss ef Ófeigur
^arl er að tala um framvindu frásögu sinnar. Hún er hins vegar óná-
kvæm ef hann er að segja að enn sé unnt að verja Odd fyrir samsæri
bandamanna; hann er nefnilega löngu búinn að koma því öllu í kring,
°g var raunar búinn að þvf áður en hann seldi sjálfdæmið.
1 annan stað er vafamál hvort það að fyrirgera málstað í réttarþrætu
falli undir notkunarsvið sagnarinnar skemma í fommáli. Þar er hún (og
afleitt nafnorð, skemmd) tíðast notuð í merkingu sem minnir á sam-
stofna orðið skömm, ‘hneysa, svívirðing’.3 Skemma hefur merkinguna
3 Bér er stuðst við athugun á seðlasafni fommálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn
ftiars 1990, og skal starfsfólki hennar þökkuð fyrirgreiðslan. Dæmi um skemma í