Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 196
194
Fluga
‘valda spjöllum á Iflcama, einkum varanlegum örkumlum eða lflcams-
lýtum’ (bæði manna og dýra), eða ‘valda spjöllum á heiðri’ (ekki síst
kynferðislegum heiðri kvenna). Nútímamerkingin, sem er m.a. ‘spjöll
eða löskun (fremur en alger eyðilegging) á hvers konar nytjahlutum’,
svo og ‘röskun á ráðagerðum, aðferðum og öðru slflcu’, er töluvert
víðari og skarast meira en að fomu við merkingu orðsins spilla.4
í einstökum dæmum er að vísu oft vafamál hvaða merkingarblæ ber
að lesa í orðið skemma, og sum fommálsdæmin ganga út fyrir það svið
sem hér var lýst. Er það hvað helst þegar ræðir um tjón á vopnum
og veglegum klæðum. T.d. í kvæði nokkru um Ólaf Tryggvason, sem
Finnur Jónsson telur frá 14. öld (Skjalded.:713). Maðurhafði syntmill1
skipa í góðri skikkju svo að:
(6) skinn og skrúði hennar / skemmt var allt af salti
í íslendingasögum virðist fljótt á litið vera a.m.k. eitt nútímaleg1
dæmi um skemma, nefnilega í Fljótsdæla sögu. Þar segir Sveinungur*
þegar Helgi Droplaugarson krefst húsrannsóknar hjá honum:
(7) Vil eg ekki hark manna að fé mitt skemmist af vopnum þeirm
(ísl.:713)
En gætum að. Það er í svipinn fjósið sem rannsóknin beinist að.
S veinungur hafnar því að fleiri en einn rannsaki, enda sé fátt um fylgsnl
„í básum mínum og stíum hjá geitfé mínu“ (ísl.:713). Hann þykist
m.ö.o. óttast að sár berist á kýr sínar og geitur ef menn þyrpist í fjósið
með vopnum. Þá „skemmist fé“ hans einmitt í hinni fomu og þröngu
merkingu orðsins sem lýtur að áverkum.
Eina dæmið sem að því leyti er hliðstætt samhenginu í Bandamanna
sögu að átt er við tjón á óhlutstæðu fyrirbæri er úr Ingvars sögu víðförla
(tilteknu handriti hennar; annar lesháttur er einnig til) þar sem það
rifta kaupum er kallað að skemma kaup. Hér mun liggja að baki glataður
merkingunni ‘stytta’ (af skammur) eru fyrir utan þessa athugun, enda er þar nánast uru
annað orð að ræða þótt samhljóða sé og stofnskylt. ^
4 I fommáli er sögnin skeðja (nú skaöa) einnig nothæf um margt af því sen1 ,
heitir að skemma. Svið hennar (í myndinni skaöa) hefur þrengst, þannig að hún er
nútímamáli höfð í merkingunni ‘valda e-m tjóni’ frekar en ‘vinna tjón á e-u’.