Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 197
Fluga
195
frumtexti á latínu og er ekki gott að segja hvaða latínuglósu þýðandi
reynir að halda til haga með þessu orðavali. En athyglisvert er að
skemma virðist heldur frjálslega notuð í ýmsum þýðingum úr latínu, en
minna notuð og í einhæfari merkingu í frumsömdum textum.5
Þessar stfllegu og merkingarlegu efasemdir útiloka ekki, einar sér,
að í tilsvari Ófeigs í Bandamanna sögu sé á ferð sögnin skemma, en í
Ijósi þeirra virðist aðgengilegra að lesa í málið hina sögnina, skemmta.
Hún liefur það þó einkanlega fram yfir hina að skýra með eðlileg-
um hætti þágufallið öllu. Það er þá ekki einsdæmi, sem kallar annað
tVeggja á sérstaka undantekningu í beygingarfræðinni eða pennaglöp
í handritinu, heldur fellur það í góðan félagsskap dæma á borð við
Þau sem nefnd voru úr Þorgils sögu og Hafliða eða Hjálmþés sögu og
Olvis. Þegar þessa meginröksemd ber að sama brunni og hinar, verður
niðurstaðan nokkuð ljós. Þágufall með skemma í íslensku fommáli er
»orðabókardraugur“ sem líklega kemur hvergi fyrir í rétt lesnum texta.
HEIMILDIR
Alex. = Alexanders saga (útg. Ámanefndar). Gyldendalske Boghandel, Kaupmanna-
höfn, 1925.
fiarl. = Barlaams ok Josaphats saga. Magnus Rindal gaf út. Norsk historisk kjelde-
skrift-institut, Osló, 1981.
Cleasby, R. & Guðbrandur Vigfússon. 1957. An Icelandic-English Dictionary. 2. útg.
(ljóspr. af 1. útg. 1874) með viðbæti eftir W. A. Craigie. Clarendon Press, Oxford.
5 Einkum verður tíðgripið til hennar f Barlaams sögu og Jósafats, sem mun vera
lorsk þýðing frá miðri 13. öld (Barl.:*16), og fleiri af dæmunum í seðlasafni fom-
málsorðabókar em úr norsku máli, t.d. skjölum.
Við eitt af þýddu dæmunum hefur orðabókarmaður verið svo hjálplegur að nótera
® seðilinn orðmynd fmmtextans. Það er úr Alexanders sögu (þ.e. viðbæti hennar sem
er miklu eldri texti en sagan sjálf, þýddur úr gnsku á latínu (Horowitz 1980, dálkur
382)), og ræðir þar um „leðurblökur, líkar dúfum að vexti, svo margt að þær féllu á
andlit og augu og á háls mönnum; þær höfðu tenn svo stórar að þær skemmdu skotvopn
manna ...“ (Alex.:160; auðkennt hér). Hér er á latínunni violabant, en violo þýðir m.a.
svfvirða, saurga; beita ofbeldi, vinna með áhlaupi’. Hún er varla, fremur en skemma
a norrænu, hlutlaust og eðlilegt orð um hvers kyns spjöll á hlutum. E.t.v. er skemma
atgengari í þýddum textum en fmmsömdum vegna þess að þýðendur hafi bmgðið henni
fyrir sig til að ná latneskum hugtökum sem áttu ekki þægilega hliðstæðu á norrænu.