Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 199
Orð af orði
ver
í sumar er leið var ég á ferð um miðhálendið og kom meðal annars
í Þjórsárver. Eins og kunnugt er eru allmörg ömefni þar um slóðir sem
enda á -ver, t.d. Illaver, Múlaver, Eyvindarver, Þúfuver og Tjarnaver.
Nokkur umræða spannst meðal ferðafélaganna um uppmna orðsins ver
og varð hún kveikjan að því að ég fór að velta því fyrir mér.
Ef litið er í yngri orðabækur má sjá að ver getur þýtt margt. í orðabók
Blöndals (Sigfús Blöndal 1920-24:925) er merkingunni fyrst skipt í
fimm liði og flestum þeirra aftur í undirliði. Undir fyrsta lið er ver
sagt rnerkja ‘haf, sjór’, en einnig ‘veiðistöð, fiskiver’; ‘eggver’ og
‘grasivaxið, mýrlent svæði, vin, einkum í óbyggðum’. í öðm lagi merkir
ver ‘hlífðarklæði’, í þriðja lagi ‘eiginmaður’, í fjórða lagi ‘kjölfar;
áratog’ og í fimmta lagi getur ver verið miðstig af atviksorðinu illa.
Sömu merkinga er getið í orðabók Menningarsjóðs (OM: 1136).
Það er mýrlenda gróðurvinin sem þessar línur munu fjalla um.
í seðlasafni Orðabókar Háskólans (OH) eru til allmörg dæmi um ver
í ýmsum merkingum en fá í þeirri merkingu sem hér er verið að fjalla
um.
Sveinn Pálsson gerir grein fyrir merkingu orðsins ver í ferðabók sinni
(Sveinn Pálsson 1945:651-2):
Norðan Hvanngils tekur við allmikið flæmi gróðurlausra, aflíðandi
sandhæða allt til Myrkárvers ... (Ver þýðir hér sama og flói eða mýri,
GK)
í Árbók Ferðafélagsins um Ámessýslu segir (Árbók MCMLVI:12):
Flatlendi er víðast allblautt, þar sem það er gróið. Em þar víða
grösugar mýrar, sem oftast em kallaðar ver.