Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 201
Orð aforði
199
af bleytu. Um þá samsetningu eru til nokkur dæmi hjá OH. Óþarfi er
að nefna mörg og verða tvö látin nægja.
í Göngum og réttum segir (Göngur og réttir IV 1952:154):
Þær [þ.e. Þóristungur] em sandöldur með mýraverum og allgóðum
gróðri með kvíslum og giljum, sem mikil hvönn óx í að fomu.
Þorsteinn Erlingsson hefur einnig þekkt mýrarver (Þorsteinn Erlings-
son 1954:210):
Þar var hjá vatninu mýrarver.
Samheiti allra veranna við Þjórsá er eins og kunnugt er Þjórsárver, en
það nafn mun fyrst hafa verið notað af Finni Guðmundssyni fuglafræð-
ingi upp úr 1950. Á kortum og í bókum er ýmist notað heitið Tjarnaver
eða Tjarnarver (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1988:85). í lýsingu Þóm Ell-
enar Þórhallsdóttur, sem rannsakað hefur verin um árabil, kemur fram
að langmestur hluti þeirra er votlendi og Illaver er nær samfelldur flói
og mesta torleiði. Vitnar hún til óprentaðrar lýsingar Magnúsar Gríms-
sonar frá 1848 þar sem hann tekur fram að Tjarnaver séu flóar, illir
yfírferðar. Laufaverin séu einnig ill yfirferðar og verði að krækja fyrir
keldur, jarðföll og fen (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1988:108).
Af því sem fram hefur komið má sjá að ekkert dæmanna er verulega
gamalt, hið elsta úr ferðabók Sveins Pálssonar. Ef litið er í orðabækur
sést að umrædd merking kemur ekki fram í fommálsorðabókum en
þar þekkist aðeins merkingin ‘verstöð’ þar sem róið er til fiskjar eða
eggjum safnað.
Guðmundur Andrésson segir að ver merki ‘Oræ, Locus’ og gefur
dæmm Fiske ver ‘Ora piscatoria’ og Egg ver ‘Oræ, ubi ova ponunt
volucres’ (Guðmundur Andrésson 1683:253).
Jón Ólafsson frá Grunnavík (OHJÓ) þekkir ekki heldur bleytumerk-
inguna, því að undir ver setur hann aðeins ‘statio piscatoria ad mare’.
Bjöm Halldórsson kemst nær þeirri merkingu sem leitað er að í
orðabók sinni, en hann gefur sem merkingu orðsins ver í fyrsta lagi
‘locus, mansio, opholdssted’ og í öðm lagi ‘mare piscosum, piscina,
stagnum, etfiskevand’ (Bjöm Halldórsson 1814:424—5).