Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Side 202
200
Orð aforði
í orðasafni sem, sem Hallgrímur Scheving tók saman og Páll Pálsson
stúdent skrifaði upp, er dæmi um ver og merkingin sögð vera ‘grasdæld,
umgirt hrauni’. Við orðið stendur S.A.M. en það merkir að Hallgrímur
hafi fengið dæmi sín af Suður- og Austurlandi (Lbs. 283-285 4to).
Ekki kemur fram að væta sé í þessari grasdæld. Það er því ekki fyrr en í
orðabók Blöndals að merkingin ‘grasivaxið, mýrlent svæði’ kemst inn
í orðabók.
Asgeir Blöndal Magnússon telur líklegast að ver ‘gróðurblettur í
óbyggðum, votlend grasi vaxin kvos’ sé sama orð og ver í merkingunni
‘verstöð, fiskiver’ og ver í merkingunni ‘varpsvæði fugla, eggver’. Þó
telur hann ekki útilokað að orðið sé af öðrum toga og að upphafleg
merking sé ‘votlent svæði’ (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1121) og
er rétt að líta betur á þann möguleika.
Ef upphafleg merking er ‘votlent svæði’ gæti orðið átt rætur að rekja
til ie. rótarinnar *uer-/*uor- ‘vatn, regn, á’. Það væri þá skylt nafnorð-
unum vari ‘vökvi, blóðvatn’, ver ‘haf, sjór’, aur ‘for, leir, óhreinindi’
og úr ‘regn’.
Rótin *uer-/*uor- er talsvert algeng í germönskum og baltneskum
árheitum. Sem dæmi mætti nefna Varma og Verma, með -m- rótarauka,
í Noregi, Wern, með -n- rótarauka, í Þýskalandi og Varme og Virma í
Litháen (Krahe 1964:38-9; Schmid 1986:158). Taliðerað eldranafná
o
Tvis A á Jótlandi hafi verið *Wœrn af sömu rót með rótaraukanum -n- og
stutt þeim rökum að við ána er ömefnið Varnhede (1494 Wernhie, 1495
Vernhee) og bærinn Var (1575 Verne) (Kousgárd-Sprensen 1972:69-
72; Guðrún Kvaran 1981:11-12).
Eins og dæmin, sem tilgreind voru fyrr í greininni, sýndu er eitt
aðaleinkenni Þjórsárvera mikil væta, allt frá mýrlendi til smávatna og
tjama. í gömlum heimildum kvarta menn yfir þvf hve erfitt sé að fara
þar um sökum bleytu. Af þessum sökum er líklegra að ver eigi rætur
að rekja til fyrrgreindrar rótar en að það sé skylt sögnunum að verja
eða vera (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:1121).