Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Blaðsíða 220
218
Leiðbeiningar umfrágang greina
Kínverska hefur margar samsettar eða „tvöfaldar“ sagnir sem oft
er erfitt að þýða, t.d. da-pao (sem eiginlega þýðir ‘slá-hlaupa’) og
pao-lei (eiginlega ‘hlaupa-þreyta’).
Heilar setningar sem teknar eru sem dæmi á kerfisbundinn hátt eru
afmarkaðar frá meginmáli með auðu lmubili á undan þeim og eftir og
merktar með arabískum tölum í svigum, (1), (2) o.s.frv. Notuð er ein
töluröð frá upphafi greinar til enda. Fyrir tengd dæmi sem sýnd eru í
einu má nota sömu tölu í svigum og auðkenna afbrigðin með a, b, c ...
Afbrigðilegar og málfræðilega rangar semingar skal auðkenna með ?,
??, ?*, * o. s. frv. Dæmi:
(1) a Jón kyssti Maríu í gær.
b *í gær Jón kyssti Maríu.
c Kyssti Jón Maríu í gær?
d ?Kyssti Jón Maríu í gær.
Stundum getur líka farið vel á að bera saman tvo möguleika í einni og
sömu setningunni á þann hátt sem hér er sýndur:
(2) Henni þótti/*þóttum við víst leiðinlegir.
Þyki ástæða til að vekja sérstaka athygli á einhverju tilteknu atriði í
dæmasetningum skal það gert með feitu letri:
(3) Henni þótti við víst leiðinlegir.
Gott er að nota viðeigandi greinarmerki á eftir dæmaserningum af þessu
tagi til að taka af allan vafa um hvers konar setningu er um að ræða,
sbr. (lc) og (ld).
Einföld greinidæmi (hríslumyndir, kvíslgreiningu, afleiðslur ýmiss
konar) skal tölusetja eins og önnur dæmi. Yfirleitt fer líka best á því
að setja langar dæmaupptalningar í tölusett dæmi og þarf þá ekki að
breyta letri:
(4) áma, batna, blána, dofna, fölna, grána, gulna, hima, hlýna,
jafna, kólna, lifha, opna, roðna, slokkna, sofna, tréna, þiðna,
þoma, þrána