Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Síða 221
Leiðbeiningar um frágang greina
219
(5) a -ga: auðga, blómgast, fjölga, göfga, hýrga, kvongast, laufgast,
móðga, nauðga, ryðga, syndga,...
b -ka: aumka, blíðka, dýpka,...
c -la: axla, biðla, drasla,...
d -na: áma, batna, blána,...
e -ra: betra, daðra, flögra, ...
f -sa: ansa, dansa, glefsa,...
g -va: bölva, döggva, fölva,...
Séu máldæmi sett í töflur þarf ekki heldur að breyta letri.
Sömu töluröð má einnig nota til að auðkenna málfræðireglur, stuttar
skilgreiningar og jafhvel kenningar eða tilgátur sem settar eru fram og
þörf kann að vera á að vísa til síðar. Dæmi:
(6) a—>ö/__Cou
(7) Allar tökusagnir fara í fjórða flokk veikra sagna
Athugið að ekki er hafður punktur á eftir reglum og tilgátum sem settar
eru fram með þessum hætti.
í meginmáli skal vísa til tölusettra dæma á þennan hátt: (1), (la),
(la-d) o.s.frv. Dæmi:
Með því að bera saman (lc) og (ld) sjáum við að frásagnarumröðun
er ekki alltaf fyllilega eðlileg þótt samhljóða setning með spumar-
umröðun sé fullkomin.
Setningar úr erlendum málum sem ætla má að séu flestum lesendum
framandi skal bæði glósa orð fyrir orð og þýða, sbr. eftirfarandi dæmi
úr jiddísku:
(8) Ikh veys nit vemen zi hot gezen zuntik.
ég veit ekkihvem húnhefurséð sunnudag
‘Ég veit ekki hvem hún sá á sunnudaginn.’
Höfundar em beðnir um að reyna að gæta þess að hin erlendu orð
og glósur þeirra standist á eins og þama er sýnt og er því best að
dálksetja dæmi af þessu tagi (nema þýðinguna). Þyki þess þurfa má hafa
upplýsingar um málfræðilegar formdeildir, t.d. tíð, í setningadæmum