Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 228
226
Leiðbeiningar um frágang greina
sem ekki er dreift opinberlega, t.d. óprentaðra kandídatsritgerða sem
höfundar hafa fjölritað og dreift sjálfir. Sé heiti bókar mjög langt fer
oft vel á því að skáletra aðeins fyrsta hluta þess (og stundum kemur
jafhvel til greina að tilfæra aðeins fyrsta hluta heitisins). Ekki skal
hafa skáletur í undirtitlum eða viðaukaheitum á borð við „Kennslubók
handa háskólanemum". Ef bók kemur út í ritröð má geta um ritröðina og
númer bókar í henni strax á eftir heiti bókarinnar (eða heiti bókarinnar
og blaðsíðutali), sbr. „Syntax and Semantics 24“ og „íslenzk fomrit
10“ í eftirfarandi dæmum:
Eiríkur Rögnvaldsson og Höskuldur Þráinsson. 1990. On Icelandic Word Order
once More. Maling, Joan, og Annie Zaenen (ritstj.): Modern Icelandic Syntax,
bls. 3-40. Syntax and Semantics 24. Academic Press, San Diego.
Ljósv = Ljósvetninga saga. íslenzk fomrit 10. Bjöm Sigfússon gaf út. Hið íslenzka
fomritafélag, Reykjavík, 1940.
Helst er þörf á að geta um ritröð þegar rit hefur verið gefið út í mörgum
mismunandi útgáfum. Ekki er notað skáletur í heiti ritraðar.
Eins og sjá má í heimildaskránni hér fyrir framan em í rauninni notuð
nokkur mismunandi kerfi í heimildaskrám og ber að varast að blanda
þeim saman. Þessu skal nú lýst nánar.
A. Greinar í tímaritum, t.d:
Andrews, Avery. 1971. Case Agreement of Predicate Modifiers in Ancient Greek.
Linguistic Inquiry 2:127-151.
Á eftir nafni höfundar kemur ártal (útgáfiiár tímaritsheftis), þá heiti
greinar, heiti tímarits, árgangur, tvípunktur fast við árgang og blað-
síðutal greinar fast við tvípunkt. Ekki skal geta um útgefanda.
B. Greinar í bókum:
Eiríkur Rögnvaldsson og Höskuldur Þráinsson. 1990. On Icelandic Word Order
once More. Maling, Joan, og Annie Zaenen (ritstj.): Modern Icelandic Syntax,
bls. 3-40. Syntax and Semantics 24. Academic Press, San Diego.
Á eftir höfundamafhi eða höfundanöfhum kemur útgáfuár bókar, þá
heiti greinar, nafh eða nöfii ritstjóra, „ritstj.“ innan sviga og tvípunktur
fast við síðari sviga, heiti bókar, „bls.“ og blaðsíðutal greinar, ritröð og
númer í henni (ef vill), heiti útgefanda og útgáfustaður.