Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Side 229
Leiðbeiningar umfrágang greina
227
C. Bækur eftir nafngreinda höfunda:
Heusler, Andreas. 1962. Altislándisches Elementarbuch. 5. útg. óbreytt. Carl
Winter Universitatsverlag, Heidelberg.
Höskuldur Þráinsson. 1979. On Complementation in lcelandic. Garland, New
York.
Höfundur, útgáfuár, bókarheiti, upplýsingar um útgáfu (t.d. ritröð ef
um það er að ræða og ef vill), útgefandi, útgáfustaður. Ekki er þó
nauðsynlegt að geta um útgefendur mjög gamalla rita nema um fleiri
en eina útgáfu hafi verið að ræða.
D. Óútgefnar bækur og greinar eftir nafngreinda höfunda:
Helgi Bemódusson. 1982. Ópersónulegar setningar. Kandfdatsritgerð í íslenskri
málfræði, Háskóla íslands, Reykjavík.
Jón Jónsson. 1991. Athugasemd um nafnið Jón. Ritgerð. [Væntanleg í íslensku
máli og almennri málfrœði.]
Sigurður Konráðsson. 1982. Málmörk og blendingssvæði: Nokkur atriði um
harðmæli og linmæli. Ritgerð f eigu Málvísindastofnunar Háskóla fslands,
Reykjavík.
Þama er heimildin Jón Jónsson (1991) uppspuni en höfð með til að
vekja athygli á því að frekar skal nota ártöl en t.d. „væntanl.“, „í
prentun" o.s.frv. Slíkum upplýsingum er best að koma á framfæri innan
homklofa.
E. Heimildir sem ekki eru tilfærðar undir höfundarnafni, t.d.:
FMR = Fyrsta málfræðiritgerðin. Hreinn Benediktsson (útg.): The First Gramm-
atical Treatise, bls. 206-246. Institute of Nordic Linguistics, Reykjavík, 1972.
ÍO = íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstjóri Ámi Böðvarsson.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1963.
Lbs 220 8vo. Handrit á Landsbókasafni íslands. [Uppskrift úr orðasafni eftir
Hallgrím Scheving.]
Sturl = Sturlunga saga 1. Ritstjóri Ömólfur Thorsson. Svart á hvítu, Reykjavík,
1988.
Eindregið er mælst til þess að notaðar séu skammstafanir með þeim
hætti sem þama er sýndur. Sé vitnað í tvær eða fleiri útgáfur sama rits
skal nota mismunandi skammstafanir, t.d. St og Sturl. Annars er það
helst að athuga um þennan flokk heimilda að útgáfuár kemur ávallt
síðast (nema um sé að ræða viðaukaupplýsingar innan homklofa).