Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1991, Page 231
Leiðbeiningar um frágang greina
229
Höskuldur Þráinsson hefur fjallað um þetta efni í doktorsritgerð sinni
(1979).—Baldur Jónsson (1970) nefnir líka tengsl fylliorðsins oflum
við horfin forskeyti. — Wasow (1977a:389-391) gagnrýnir Brame
líka fyrir þetta.
Svipaður háttur er hafður á um tilvitnanir í rit ótilgreindra höfunda en
þar skal þó ekki nefna útgáfuárið í tilvitnuninni. Dæmi:
Dæmið er tekið úr Sturlungu (Sturl:35). — í þessu handriti kemur
orðið aðeins einu sinni fyrir (AM 469 4to:12r).
Þetta kemur t.d. fram í eftirfarandi setningu: „ok réð þar hvárrgi á
annan“ (Ljósv:3).
Ekki skal nefna bindisnúmer í tilvitnun nema fleiri en eitt bindi rits
séu notuð sem heimildir: „(Sturl:35)“ en ekki „(Sturl 1:35)“. Séu bæði
bindi Sturlungu notuð verður hins vegar að gera greinarmun á þeim, t.d.
„(Sturl 1:35)“ og „(Sturl 2:35)“. Þegar vitnað er til blaða í handritum
má að sjálfsögðu fara að viðteknum venjum, t.d. „(AM 468 4to:12r)“,
„(Sthm. Perg. 15 4to:19v).“ Þyki ástæða til að nefna línu skal hafa
þennan hátt á sé um handrit að ræða: „(AM 468 4to: 12r5)“. Þama táknar
12 númer blaðs en 5 númer línu. Þegar ekki er um handrit að ræða skal
hafa kommu á milli blaðsíðunúmers og línunúmers, t.d. „(Sturl:35,7)“.
Að öðm leyti gildir það almennt að tölur í tilvitnunum sem ekki em
skýrðar sérstaklega standa einungis fyrir ártöl og blaðsíðutöl. Aðrar
tölur verður því að útskýra og er þá notuð komma í stað tvípunkts, t.d.:
„(1913, dálkur 183)“, „(1867, §253)“ og „(1979, 4. kafli)“. Sé þess
kostur skal jafnan nota blaðsíðutal í tilvitnunum fremur en t.d. númer
greinar eða dálks.
í beinum tilvitnunum skal aðeins nota eftimafn erlendra höfunda en
ávallt fullt nafn íslenskra höfunda, t.d. „(sjá Höskuld Þráinsson 1979)“
en ekki „(sjá Höskuld 1979)“. Nota skal þolfall en ekki nefnifall á eftir
„sjá“ og „sbr.“, með sömu rökum og nota skal þágufall á eftir „hjá“,
t.d.: „Þessu er öðmvísi háttað hjá Kjartani G. Ottóssyni (1989)“. Þegar
vitnað er í einu lagi til fleiri en eins verks eftir sama höfund er óþarfi
að setja sviga um hvert ártal. Dæmi: