Íþróttablaðið - 01.03.1927, Page 16

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Page 16
Íþróttablaðíð e i. s. i. i. s. i. Afreksmerkjamót hefir stjórn í. S. í. falið undirrituðum félögum að halda dagana 17. til 22. júní n. k. á íþróttavellinum í Reykja- vík. Keppendur mótsins eiga kost á að velja um, og taka þátt í flestum þeim íþróttagreinum, sem eru á stefnuskrá í. S. I. Kept verður um Afreksmerki I. S. I. — en til þess að hljóta það þarf keppandinn að leysa af hendi viss afrek í fimm íþróttagreinum (sjá nánar ákvæði um Afreksmerki í. S. í.) Fyrir utan kepn- ina um Afreksmerki í. S. í. verður einnig kept í þessum íþróttagreinum: 800 metra hlaupi, 5 km. hlaupi, hástökki og langstökki með atrennu, og spjót- kasti beggja handa (samanlagt). Þrenn verðlaun verða veitt í hverri íþróttagrein. Sundmót verður einnig háð í sambandi við Afreksmerkjainótið, og fer það fram við Sundskálann í Orfirisey. Þar verður kept í: 100 metra sundi (frjáls aðferð), og 100 m baksundi, fyrir karlm.; 50 m sund (frjáls aðferð), og 200 m bringusundi (konur). Keppendur skulu senda umsóknir sínar, stílaðar til framkvæmdanefndar Afreksmerkjamótsins (pósthólf: 21) fyrir 2. júní n. k. og skal þar tekið fram í hvaða íþróttagrein keppendur Afreksmerkisins ætla að þreyta íhverjum flokki. Glímufél. Ármann og Knattspyvnufélag Reykjavíkur.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.