Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.03.1927, Blaðsíða 22
30 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ í. R. — Konungssýningin 1921, 3. júlí. nokkurn hátt. Einnig reyndu þeir flestir að standa nokkurnveginn beinir að brögðum. Er gott hvað gengur í áttina til að losna aftur við þessi tvö herfi- legu lýti, sem á sínum tíma slæddust inn í íslenzku glímuna, en eiga ekkert skylt við hana. Annað það bezta við þessa glímu var það, sem í fyrsta sinni hefir viljað til, síðan farið var að dæma glímufegurð sér, og byltufjölda í öðru lagi, að sama manni bar hvorttveggja tvímælalaust. En þannig á það að vera, þá fyrst er íslenzk glíma rétt þegar alt fer saman á réttan hátt: Fegurð og fimi; snerpa, kraftur og geta á öllum sviðum. Heiður sé sigurvegaranum, sem hér fylgir mynd af, og glíman okkar lifi og blómgist í þessu formi! Kappglímu hafði »Ármann« í Iðnó, sunnudaginn 6. marz. Var glímt í tveim flokkum. Fóru leikar þannig: I þyngra flokki (yfir 70 kg.): 1. Ottó Marteinsson, (Á.) 5 + 2 vinn. 2. Þorsteinn Kristjánss. (Á.) 5+1 — 3. Jörgen Þorbergsson (Á.) 5 + 0 — 4. Guðm. Eiríksson (K. R.) 3 — 5. Ólafur Pálsson (K. R.) 2 — 6. Þóroddur Jónsson (Á.) 1 — 7. Helgi Guðmunds. (K. R.) 0 — Helgi Guðmundsson meilddist lítilsháttar, tognaði, í glímu við Ottó, og varð að hætta. Eru því allar glímur hans taldar tapaðar. í léttari flokki (undir 70 kg.): 1. Sigurjón Guðjónss. (K. R.) 9 + vinn. 2. Jakob Gíslason (K. R.) 9 -r- — 3. Björn Bl. Guðmundss.(Á.) 8 — 4. Björgvin Jónsson (Á.) 7 — 5. Kári Sigurðsson (Á.) 7 — 6. Búi Þorvaldsson (K. R.) 4 — 7. Konráð Guðjónsson (Á.) 4 — 8. Sigfús Siðurðsson (K. R.) 4 — 9. Óskar Þórðarsnn (K. R.) 2 — 10. Árni Pálsson (Á.) 1 — 11. Sveinn Marteinsson (Á.) 0 — Vfirleitt höfðu glímur þessar farið vel frarn. Sér- staklega þótti, önnur glíma Þorsteins og Jörgens falleg. Aftur á móti var glíma Sigurjóns og Björg- vins aftaka-ljót og langt frá að geta talist til ísl. glímu. »Átti Sigurjón þar upptökin þó að Björgvin glímdi að vísu óeðlilega þungt, af jafn léttum og liðlegum manni«, segir fréttaritari íþróttablaðsins á glímumóti þessu. Einnig tekur hann þetta fram: »Dómnefndin virtist varla nóg á verði um að gæta þess að ekki væri nítt«, og »einnig slitnuðu beltin tvívegis og réð það án vafa úrslitum í bæði skiftin án þess að dómnefndin skeytti því nokkru«. Þetta eru alt atriði, sem dómnefndir þurfa að gæta vel að og vera á verði gegn, því er þeirra getið hér. Því »til þess eru vítin að varast þau«. Á eftir glímum þessum var sýndur hnefaleikur. Er það líklega í fyrsta skifti sem „sú fagra(H) kjaftshöggalist“ — eins og Dr. Guðmundur Finn- bogason komst svo fimlega og sannlega að orði á 1. skemtikvöldi í. R. — hefur verið sýnd hér. Er það skemst af að segja að sá leikur, ef leik skyldi kalla — því það er hann alls ekki þegar í alvöruna er komið — er svo ljótur og ruddalegur, að hann á í rauninni ekkert skylt við sannar íþrótt- ir, heldur er hann beinlínis af sömu rótum runninn og dýraötin, sem allstaðar eru talin óverjandi og óalandi öllum bjargráðum. Svo voru hestaötin hér í fyrri daga, nautaötin á Spáni enn þann dag í dag og hanaötin í Ameríku. Þeim er þetta lang- líkast. Hvort eru ekki hreifingarnar líkar og hjá hönum, sem höggvast? Nei, þessi öt eiga ekkert erindi hingað, þau eru ekkert mannbætandi fyrir okkur íslendinga, við erum taldir nógu miklir slags- málahundar samt. Ef við viljum fara að æfa hér einhverjar bar-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.