Eining - 01.12.1963, Page 9

Eining - 01.12.1963, Page 9
EINI NG 9 sjúkrahúsanna, ólaunaðir vclgerðarmenn bæjar- eða sveit- arfélagsins, nágranninn, sem býðst til að gæta barna þinna á meðan þú ert að flytja inn í nýja íbúð eða hús. Þettafólk ætlast ekki til neinna launa né gerir þetta í neinum sér- stökum tilgangi. Það er aðeins umhyggja, sem stjórnar gerðum þess, og þjónusta þess — margföldið milljón sinn- um — er aftur sá máttur sem þokar mannkyninu upp hina grýttu leið þróunnarinnar frá villimennskunni. Þótt þetta fólk ætlist ekki til að verkum þeirra sé gaum- ur gefinn og kjósi það helzt, fær það þó stundum endurgjald verka sinna. Áreiðanlega kom dr. Frances Oldham Kelsey, í þjónustu matvöru og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, ekki nein frægð til hugar, er hún stóð 14 mánuði óbifanlega gegn kröfu lyfjastofnunar, sem vildi fá hana til að viður- kenna nýtt lyf, sem fengið hafði nafnið thalidomide. Hún var ekki viss um að það væri hættulaust, þótt það hefði þá verið notað allmikið í Evrópu. Árangurinn varð sá, að þús- undir mæðra í Ameríku komust hjá því að fæða af sér vansköpuð börn — allt að þakka umhyggju einnar konu. Hæfileikinn til umhyggju er okkur öllum gefinn, ogþað er mest á valdi sjálfra okkar, hvort hann eflist eða þverr- ar. Hann starfar ekki alltaf í okkur óhjákvæmilega. Að þessu vék víst Sókrates, er hann sagði: „Áður en maður- inn getur hreyft við heiminum, verður hann að hreyfa sjálfan sig.“ Margir miklir listamenn hafa um langt skeið keppt að því að verða viðurkenndir, áður en þeir lærðu að elska verk sitt. Margur maðurinn hefur þurft að vinna töluvert til vináttu, áður en hún hlotnaðist honum. Bæði andúð og fordómar getur gert út af við umhyggj- una. Eitt sinn sagði læknir nokkur frá ungum kaupsýslu- manni, sem leitað hafði til hans vegna svefnleysis, tauga- spennu og óværðar. Rannsókn leiddi ekki í ljós neinn sjúk- leik, en þegar læknirinn spurði manninn um atvinnu hans, svaraði hann ergilega: skóframleiðsla, hef andstyggð á henni, bætti hann við. Hann hafði erft fyrirtækið eftir föð- ur sinn og sat nú fastur með það. Læknirinn ski’ifaði lyfávísun varðandi svefnleysið og tók svo að rabba við manninn um sitt auka áhugamál — fomaldasögu. Hann hafði lagt fyrir sig dálitla rannsókn sögunnar varðandi klæðnað fólks, þar á meðal fótabúnað, skógerðina. Framleiddu Egyptar fyrstir manna sandali eða voru það Assýríumenn? Ef til vill vissi sjúklingur hans um einhvern fróðleik varðandi þetta. Með hálfgerðum óvilja fór kaupsýslumaðurinn að eyða stundum í bókasafninu, og hið langsótta læknisráð kom að notum. Ofurlítil áhugaglæta var tendruð, sem smám sam- an varð að áhugaeldi, og þetta breytti öllu lífi mannsins. Hann lærði að hafa áhuga á starfi sínu. Ein bezta leiðin til að auka umhyggju og áhuga, er að láta í ljós tilfinningar sínar. Við, foreldrar erum stundum of fljót á okkur að grípa fram í fyrir börnum olckar. „Hæg- an, hægan,“ segjum við stundum, „láttu ekki tilfinningar þínar fara með þig í gönur.“ Oft er ákafi barnsins aðeins útbrot áhuga og umhyggju, og ef við þöggum of hranalega niður í þeim, getur það skaðað hæfileika barnsins til um- hyggju og áhuga. Kvöld eitt sátum við, litla dóttir mín og ég og horfðum á aðfallið. Kvöldið var kyrrt og yndislegt. Þunnar sjávar- öldurnar féllu eins og brætt gull inn yfir sandinn, stöðugt nær og nær okkur. Allt í einu umvafði sjórinn líkt og mild- ur faðmur, allt fjöruborðið. Þá sagði dóttir mín, eins og í leiðslu, er ekki yndislegt hversu sjórinn umvefur landið.“ Þetta var rétt ályktað samkvæmt hinni barnslegu og ^Jleilöcj jól. Heilög, heilög, heilög Ijóssins hátíö Ijómar, loga blysin skæru um gervallt jarðarból. Fagni allur lýður frelsun Guös á jörðu, fögnuður ríki um drottins heilög jól. Heilög, heilög, heilög, öllum stundum æöri, engla og manna hátíð um jörö og sólnageim. Gleöjist jörö og himnar, — guösriki á jöröu Guö lætur sigra um drottins víöa heim. Heilög, heilög, heilög, Ijóma jatan lága, lýstu öllum þjóöum til Guös frá allri synd. Ljóma ofar öllu, eins í hjörtum manna, alheim þín lýsi heilög dýröa'rmynd. Pétur Sigurösson. óbrigðulu skynjun. Hún sá þama eins konar umhyggju. Landið var hinn óvirki aðili, aðeins beið. En sjórinn átti áhuga og þess vegna kom hann. Lærdóminn mátti fá þama í þessu fagra tákni: viljan til athafna, til að gefa sig fram, til að fórna sér og ná í sjálfsfórninni sjálfri lífsfylling- unni. Grein þessi er þýdd er Reader’s Digest.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.