Eining - 01.12.1963, Side 11

Eining - 01.12.1963, Side 11
EINI NG 11 Þessi varð þá niðurstaðan Háskóli íslands er búinn að veita móttöku brjóstlíkani Ólafíu Jóhanns- dóttur, gjöf frá Halldóri Þorsteins- syni í Háteigi, en það var kona hans, frú Ragnhildur Pétursdóttir, sem fékk það frá Noregi um þær mundir, sem Norðmenn reistu Ólafíu slíkan minnis- varða í Osló. 1 eign Háteigshjónanna hefur þetta brjóstlíkan verið um ára- tugi. Alla þá tíð var það áhugamál ýmissa unnenda Ólafíu, að henni yrði reistur minnisvarði á einhverjum heppilegum stað í Reykjavík. Höfðu þessir þá alltaf hug á þessu brjóstlík- ani, sem þeir vissu að var til í bæn- um, en af framkvæmdum varð aldrei neitt. Fyrir 20—30 árum var frú Jónína Líndal, frá Lækjamótum í Húnavatns- sýslu á ferð hér syðra og var þá að reyna að ýta undir framkvæmd í þessu máli. Átti hún þá tal við mig, sem varð til þess að ég skrifaði ofurlitla blaðagrein og bar hún þann árangur, að Pétur Hjaltested á Sunnuhvoli fékk mér 1000 kr. til styrktar því að reisa Ólafíu minnisvarða, hafa þessar krón- ur verið síðan í sparisjóðsbók 1 vörslu minni, en of mikilli gleymsku, orðnar nú 2000. Ég hef hvað eftir annað reynt að finna hinn rétta aðila, sem vildi taka við þessum krónum og bera svo málið fram til sigurs. Svo var það, að Árni Óla, rithöf- undur, skrifaði grein í jólahefti Les- bókar Morgunblaðsins 1961 og lagði það til þessa máls, að Háskóli Islands fengi brjóstlíkan Ólafíu, því að hún hefði verið ein af helztu áhugamönn- um um það, að Island eignaðist há- skóla. Þegar ég svo í marz 1962 skrif- aði um hina ágætu bók Ólafíu Jó- hannsdóttur, sem út kom 1957, minnt- ist ég nokkuð á gang málsins undan- farið. Grein mín kom í marzblaði Ein- ingar 1962. Þá hringdi forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, til mín og bauðst til að leggja fram nokkrar þúsundir króna til fram- kvæmda því, að minnisvarða Ólafíu yrði komið upp. Var þá farið að spyrj - ast fyrir um það, hvort brjóstlíkanið væri fáanlegt. Þá kom í ljós, að talið var sjálfsagt að ganga úr skugga um, hvort Háskóli Islands vildi veita lík- aninu móttöku. í símtali við rektor Háskólans óskaði hann þess, að ég skrifaði háskólastjórninni bréf varð- andi þetta. Svo leið tíminn án þess að ég fengi bréflegt svar, en vitneskju fékk ég um það, að vandkvæði væru á því að Háskólinn gæti sinnt þessu, og var þá tekið að hugsa um aðra leið, en nú er þetta komið farsællega í höfn, allt í einu, og Háskólinn búinn að veita gjöf Halldórs Þorsteinssonar móttöku. Það á svo eftir að koma í ljós, er árin líða, hvort þetta var réttasta lausnin. Hvar verður minnisvarðinn? Alltaf hefur það verið ósk þeirra, sem mestan áhuga hafa haft á þessu máli, að minnisvarðinn yrði úti á vel völd- um stað fyrir augum allra, sem ferða sinna færu í bænum. Hitt er svo víst, að minningu Ólafíu er gerð góð og á- nægjuleg skil með því að minnisvarð- inn verði á vegum Háskóla þjóðarinn- ar. Pétur Sigurðsson. Markverða 1 Kirkjuritinu, 8. hefti þ.á. er grein eftir séra Einar Thorlacius, 1 henni eru þessar setningar: „Þegar ég vorið 1887 útskrifaðist úr skóla, var ég þeg- ar ákveðinn að gerast prestur. Trúar- áhrifin sem ég hafði orðið fyrirheima kulnuðu aldrei út í glaumi skólalífs- ins.“ Kulnuðu aldrei út í glaumi skóla- lífsins. Þetta eru athyglisverð orð. Ekki að undra, þótt foreldrar hafi slegið allverulega slöku við að innræta börnum sínum gildi trúarinnar, því að margir munu hafa sannreynt, að í glaumi sóklalífsins og öllu því múg- lífi, sem því er samfara, kulnar oft hin heilaga glóð trúarinnar, en aumt er að svo skuli vera, og það einna helzt í æðstu skólunum. Mjög er nú kvartað í mörgum lönd- um undan almennu slæmu siðferðis- ástandi, og ríkisstjómir komast ímik- inn vanda, en hvaða siðferðisgrund • völl leggja menntastofnanir þjóðanna undir allt framtíðarstarf uppvaxandi kynslóða. „Sáð var þekking, ekki dyggð,“ segir skáldið og getur þess um leið að skorti dyggð, þá séu „öll verk á sandi byggð.“ Ólafía Jóhannsdóttir setningar I áður nefndri grein séra Einars Thorlaciusar eru einnig eftirfarandi athygliverðar setningar: „í Skarðssókn stofnaði ég lestrar- félag og bindindisfélag, í fyrstu með fermingardrengjunum, en með svo góðum árangri, að fleiri gengu í það, þar á meðal sóknarnefndin. Minnkaði og víndrykkja að miklum mun.“ Þjóðin hefur nú staðið undanfarin ár andspænis allfurðulegu ástandi í á- fengismálum. Ekki skortir umtalið, en hvað gera menn svo? Feta þeir í fót- spor prestsins og stofna bindindisfélag með fermingardrengjum? Einstöku, sem betur fer, en ef prestar, skóla- stjórar og kennarar gerðu yfirleitt eitthvað slíkt, þá yrði árangurinn á- reiðanlega góður, eins og hjá séra Einari Thorlacius. Vissulega vinna sumir prestar og kennarar vel að bind- indismálum, en sannarlega ætti kirkja landsins að kippa fastar í björgunar- taugina. Eigum við ekki að vera svo bjartsýnir að vona, að hið tiltölulega nýstofnaða Bindindisráð kristinna safn- aða reynist giftusamt spor fram á við?

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.