Eining - 01.08.1964, Blaðsíða 13
EINI NG
13
SOMARMÁL
Ritstjórn btaösiðunnar:
Guðmundur I>órarinsson
og Einar Hannesson.
Saxenborgarmótið 1964
S. G. U. hi'ð öfluga og áhugasama
sænska ungtemplarasamband bauð U5
þátttakendum frá öllum Norðurlöndun-
um til vikudvalar að Saxenborg í Döl-
unum dagana 31. 5. til 6. 6.
Ekki gátu þó nema 36 þátttakendur
sótt þetta mót og var ég eini íslend-
ingurinn af 5 sem máttu koma. Þetta
höfðinglega boð fól í sér auk fæðis og
húsnæðis í viku, greiðslu á ferðakostn-
aði innan Svíþjóðar og nokkrar ferðir
um nágrennið. — Svo höfðinglegir eru
Svíarnir og svo mikið gera þeir fyrir
norrænt samstarf í bindindismálum
æskunnar.
Þetta mót var fyrst og fremst hugs-
að til kynningar og hvatningar. Saxen-
borg er yndislegur staður með fallegt
vatn umvafið fögrum skógi. Hér skyldu
gestir njóta fegurðar og hvíldar, en
jafnframt skyldi þeim kynnt ýms
vandamál nútímans og þó sérstaklega
staða Norðurlandanna meðal Evrópu-
landa, samstaða þeirra og samvinna.
Voru þessi mál rædd og reifuð af kunn-
um mönnum. Einnig voru þarna erindi
um bindindismál. Margt var þarna vel
sagt, en mér urðu minnisstæðastir þeir,
Sven Elmgren úr stórstúkunni sænsku
og Arvid Johnsen, foringi ungtemplara
1 Noregi með sinn brennandi áhuga á
hjálp og stuðningi við hin vanþróuðu
lönd. Margt hafa bindindismenn stór-
vel gert, svo sem í Kenia og Tanganika
og byrjað brautryðjendastarf í Japan
og Indlandi. í Grikklandi hefur verið
komið upp miklu höfuðvígi bindindis-
manna. Arvid Johnsen var með stór-
fróðlegt erindi um bindindismál á
Norðurlöndum og baráttu norskra ung-
templara í bindindismálum. Á þessu
móti var mjög rætt um samvinnu nor-
rænna ungtemplara. — í því sambandi
varð samnorræna ungtemplaramótið,
sem á að verða á íslandi 1966 mjög til
umræðu og mikill áhugi hjá norrænum
ungtemplurum að fjölmenna þangað.
Ég sýndi þarna mjög góðar litskugga-
myndir frá íslandi og kynnti það nokk-
uð. Virtist vera mjög mikill áhugi fyr-
ir landinu.
Kvöldin voru með léttu og skemmti-
legu dagskrárefni, sem ýmist var að-
fengið eða heimatilbúið, þarna voru
leikir, söngur, gamanvísur og dans. —
Kvöldvökur voru þó aldrei lengur en
til kl. 11 e.h. nema síðasta kvöldið.
Ég var sérstaklega hrifinn af þeim
þrótti og áhuga, sem einkenndi norsku
fulltrúana, frá þeim stafaði örfandi
kraftur. Margir fyrirmenn og leiðtog-
ar sænskra ungtemplara voru þarna til
að auka á stemninguna, má þar nefna
Henry Sörman og Ingimar Berg, en þó
síðast en ekki sízt höfuðstjórnanda
mótsins Sune Persson, sem glaður og
reifur hvatti þátttakendur til umræðna
og lagði sína björtu trú og lífsskoðun
til hvers máls, svo hann var hvers
manns hugljúfi og þó ákveðinn og ein-
arður í allri sinni stjórn.
Það sem ég saknaði var íslenzkrafé-
laga, sem áreiðanlega hefðu sótt þang-
að kraft og hvatningu við að komast í
samband við lífsglaða, góða félaga og
jafnaldra með sömu sjónarmiðum.
Ég veit að þetta mót styrkti sam-
stöðu og samstarfsvilja, það vakti á-
huga og gaf dýpri skilning á þýðingu
bindindismálsins fyrir norrænt æsku-
fólk, og síðast en ekki sízt var það
kynning og hvatning góðra félaga frá
ólíkum stöðum með hin sömu sjónar-
mið til virkrar baráttu gegn einu mesta
vandamáli allra tíma og allra landa,
áfengisvandamálinu.
Guðm. Þórarinsson.
Góðir gestir. Auk Henry Sörman voru liér
á ferð tveir forustumenn ungtemplara í Fœr-
eyjum og Noregi, en það voru þeir Jakob
Lindenskov og Thorbjörn Martinsen. Myndin
er tekin í Hagaslcólanum, er nokkrir ungtempl-
arar ræddu mótið ’66. Talið frá vinstri:. . . .
Henry Sörman, Sví-
þjóð, Einar Hannes-
son, Beykjavík, J ó-
liann Larsen, Hafn-
arfirði, Jakob Lind-
enskov, Fœreyjum,
Torbjörn Martinsen,
Noregi og Sigurður
Jörgensson, Beykja-
vík.
Ilenry Sörman.
Frá bindindis- og umferðarmálasýningunni,