Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 9
HALLDÓR ÁRMANN SIGURÐSSON
Heimil nöfn og óheimil:
Um 2. grein mannanafnalaganna
Á síðastliðnum vetri urðu deilur um nokkra úrskurði þáverandi
mannanafnanefhdar, s.s. að rithátturiim Esther í stað Ester sé óhafandi,
að ekki megi skíra Erling og Svanberg í stað Erlingur og Svanberg-
ur og að ekki megi gefa nöfnin Belinda og Dýrley} Þessir úrskurðir
byggðust einkum á túlkun nefndarinnar á 1. málsgrein 2. gr. laga um
mannanöfh nr. 37/1991.1 heild hljóðar 2. grein laganna svo:
Eiginnafh skal vera íslenskt eða hafa unnið sér hefð í íslensku
máli. Það má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafn má
ekki heldur vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Hvorki má gefa stúlku karlmannsnafn né dreng kvenmannsnafh.
Óheimilt er að gefa bami ættamafn sem eiginnafh nema hefð sé
fyrir því nafni.
í lögunum er ekki að finna nein ákvæði um það með hvaða hætti
mannanafnanefhd skuli túlka þessa grein og litlar sem engar haldbærar
vísbendingar em um það í greinargerð með lögunum. í fljótu bragði
mætti því virðast sem nefhdin hafi óskorað vald til að skera úr um
eftirtalin álitamál, meðal annarra:
1 Fyrstu drög að þessari grein voru skrifuð í ágúst 1993, skömmu eftir að ég tók
sæti í mannanafhanefhd, og ber greinin þess óhjákvæmilega nokkur merki (t.d. eru í
henni ekki nefnd ýmis álitamál sem nefndin hefur fjallað um alveg upp á síðkastið).
Fyrir einkar gagnlegar umræður um efni greinarinnar og athugasemdir við hana þakka
ég Drífu Pálsdóttur, Eiríki Rögnvaldssyni, Guðrúnu Kvaran, Svavari Sigmundssyni og
samstarfsmönnum mínum í mannanafnanefnd, þeim Ásdísi Egilsdóttur, Erlendi Jóns-
syni, Gunnlaugi Ingólfssyni, Magnúsi K. Hannessyni og Páli Sigurðssyni. Einkanlega
var mér mikils virði sá drengskapur þeirra Guðrúnar og Svavars að lesa greinina og
gera við hana bæði vinsamlegar og gagnlegar athugasemdir þrátt íyrir að þau séu
ósammála ýmsum sjónarmiðum í henni. Að sjálfsögðu er ég einn þó ábyrgur fyrir
þeim sjónarmiðum sem hér eru sett ffam og öðru efhi greinarinnar.
íslenskt mál 15(1993), 7-34. © 1993 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.