Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 10
8
Halldór Ármann Sigurðsson
(1) Hvaða nöfn eru íslensk?
(2) Hvaða nöfn hafa unnið sér hefð í íslensku máli?
(3) Hvaða nöfn brjóta ekki í bág við íslenskt málkerfi?
Hér verða þó leidd að því rök að lögin feli, þrátt fyrir allt, í sér ákveðnar
vísbendingar um svör við þessum spumingum. Það verður m.ö.o. að
líta svo á að lögin takmarki vald nefndarinnar til að skera úr um hvaða
nöfn skuli teljast íslensk, hafi unnið sér hefð og brjóti eða brjóti ekki í
bág við íslenskt málkerfi.
Síðan mannanafnalögin tóku gildi, síðla árs 1991, hafa þrjár manna-
nafnanefndir starfað. Eins og kunnugt er sögðu aðalmenn fyrstu nefhd-
arinnar af sér og tóku varamenn þá við störfum þeirra. Þriðja nefhdin
tók síðan til starfa í júlí sl. Þegar er komið í ljós að nefndimar þijár
svara ofangreindum spumingum með nokkuð mismunandi hætti. Hér
mætti því virðast sem komið sé í óefni, mannanafhalögin séu svo rúm
og óljós að menn geti nánast túlkað þau eftir geðþótta. Ég held því þó
ffam hér að þetta sé ekki alls kostar rétt, þótt vissulega væri æskilegt að
ýmis ákvæði laganna væm skýrar orðuð og auk þess ákvörðuð nánar í
reglugerð.
Ég hef áður haldið þeirri skoðun fram að löggjafinn eigi að reisa
sem fæstar skorður við nafngiftum landsmanna (Halldór Armann Sig-
urðsson 1993) og er að þessu leyti mjög á sama máli og Þorsteinn
Þorsteinsson fyrrverandi hagstofustjóri í grein í Skírni árið 1964.2 Ég
endurtek ekki rök mín fyrir þessari skoðun hér. Tilgangurinn með þess-
um skrifum er aðeins sá að reyna að komast að því hvaða skilningur
sé eðlilegastur á ákvæðum 2. greinar mannanafnalaganna, og hef ég þá
einkum tvennt að leiðarljósi: jafnræði borgaranna og þann vilja sem
ætla má að löggjafinn hafi haft við setningu mannanafnalaganna.
2 Þorsteinn segir þar m.a. (1964:188):
Það er líka mín skoðun að löggjafarvaldið hafi hér teygt sig inn á svið, sem ekki
heyrir undir það að réttu lagi. Að vísu er réttmætt að iöggjafarvaldið gefi ýmsar
reglur um mannanöfh, svo sem viðvíkjandi notkun þeirra og meðferð, en form
þeirra er ekki löggjafarmál, því að það er smekksatriði, sem hver einstaklingur á að
hafa úrslitaúrskurð um. Ég álít því, að hver maður ætti að hafa rétt til að ráða nafni
bams síns, ef það brýtur ekki í bága við almennt velsæmi,...