Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 14
12
Halldór Ármann Sigurðsson
blendingsnöfn. Þama er annars vegar um að ræða nöfn sem hafa
hlotið almenna viðurkenningu, s.s. Kristrún og Guðjón, hins vegar
nöfn sem fleiri en Hermann Pálsson hafa amast við, t.d. Guðmundína
og Olafía. Fjölmörg nöfn af þessu tagi hafa unnið sér hefð og er því
þarflaust að reyna að breyta skilgreininguxmi í (4) þannig að þau teljist
„íslensk", enda er útilokað að gera það án þess að skilgreiningin verði
merkingarlaus og þar með gagnslaus. Hið sama á við um írsk nöfn sem
tíðkuðust á landnáms- og þjóðveldisöld eða varðveist hafa á fomum
íslenskum bókum, s.s. Melkorka, Brjánn, Kúgaldi, Bjollok og Kjannök.
Ef einhver af þessum nöfhum væm talin „íslensk“ í skilningi laganna
hefði það í för með sér að ekki væri unnt að skilgreina „fslensk nöfti“
á gmnni málfræðilegra hugtaka (s.s. „orðliður", „norrænn uppruni“,
„íslensk mynd“) og yrðu lögin þá óframkvæmanleg nema þau styddust
við tæmandi lista af „íslenskum nöfnum“. Eins og m.a. ráða má af
ákvæðum laganna um mannanafnaskrá og hlutverk mannanafhaneftidar
hafði löggjafinn ekki í hyggju að lögin yrðu framkvæmd með þeim
hætti.
Niðurstaðan af þessu er sú að hvorki þessi írsku nöfh né blendings-
nöfnin séu „íslensk“ í skilningi laganna, sem þýðir að þau blendings-
nafnanna sem ekki styðjast við hefð era óleyfileg. En þessi niðurstaða
er þó ekki eins afgerandi og virðast mætti og kemur ekki með öllu í
veg fyrir frekari nýmyndanir af þessu tagi, eins og t.d. Kristlind, sem
mannanafnanefnd hefur fallist á. Þegar sá liður blendingsnafns sem
upphaflega var útlendur er orðinn hluti af almennum orðaforða í ís-
lensku, eins og krist-, verður að líta svo á að hann sé orðinn íslenskur
og nafnið þar með „íslenskt“ í skilningi laganna. Að þessu verður vikið
síðar.
Þegar rætt var um nafnið Óðinn hér að ofan var á það bent að miða
yrði skilgreiningunaá „íslenskum nöfnum“ við orðliði en ekki einungis
hefðbundna nafnliði. Það er enda ótvírætt að mannanafnanefhd hefur
haft þennan skilning. Á meðal þeirra nafna sem hún hefur leyft era
t.d. Röskva og Yrkill, sem bæði samrýmast skilgreiningunni í (4) en
era mynduð af liðum sem ekki eiga sér neina hefð í mannanafnaforða
íslendinga (rösk(v)- og yrk-), eftir því sem næst verður komist. Hið