Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 17
Heimil nöfn og óheimil
15
verður að teljast afar ólíklegt að hann hefði gripið til hefðarhugtaksins,
þar eð það hefði þá enga merkingu aðra en þá að til þess að teljast
heimilt þuríi nafn sem ekki er „íslenskt“ einungis að hafa komið fyrir
sem nafn á íslendingi (og samrýmast ákvæðum laganna að öðru leyti).
Naumast er ætlandi annað en löggjafinn hafi einmitt ekki haft þennan
skilning og hafi þess vegna kosið að nota hefðarhugtakið, ífemur en
einfalt notkunarhugtak (þ.e. að nafn hafi verið notað áður).
Að þessu athuguðu verður að álíta að mannanafnanefnd beri að túlka
hefðarhugtakið svo að það sé þrengra en hið einfalda notkunarhugtak.
En þar sem löggjafinn kveður með engum hætti á um nákvæmlega
hversu þrengjandi hefðarhugtakið eigi að vera verður einnig að álykta
að hann hafi beinlínis kosið að láta mannanafnanefnd eftir að ákveða
það.4 Og þegar alls er gætt getur það naumast talist óeðlileg ákvörðun.
í mannanafhanefhd situr fólk sem hefur sérþekkingu á íslensku máli
og sögu þess og ætti því að vera til þess hæft að skera úr um hvað skuli
teljast hefðbundið í málfarsefnum og hvað ekki.
Úr því að löggjafinn hefur ekki talið sér skylt, þarft eða fært að
skilgreina hugtakið hefð má ætla að mannanafhanefnd beri annaðhvort
að leggja þaxui skilning í það sem algengastur er í mæltu máli eða þann
skilning sem tíðkast í lögfræði.
í íslenskri orðabók (Ámi Böðvarsson 1985) er eftirfarandi skýringar
að finna:
(6) a. hefð, -ar, -ir kv 1 rótgróinn siður:...
b. rótgróinn l ...; mjög fastur, lítt hagganlegur:...
c. siður, -ar (eða -s), -ir K 1 viðtekin regla í ffamkomu manna,
venja, vani, háttur:...
í lagamáli er hugtakið hefð hins vegar notað í mun þrengri merkingu,
fyrst og fremst um áunninn rétt til eignar eða afhota á fasteignum,
4 Að sjálfsögöu er sá möguleiki þó fyrir hendi aÖ dómsmálaráöherra setji reglu-
gerö sem m.a. kveði á um hvemig túlka skuli heföarhugtak mannanafnalaganna. Sú
staðreynd að slík reglugerð hefur ekki verið sett bendir hins vegar til þess að ffam-
kvæmdavaldið álíti að mannanafnanefndberi að móta reglur um það hvemig túlka skuli
hefðarhugtakið, og verður jafhan litið svo á hér. Hins vegar verður að telja eðlilegt að
nefhdin beri túlkun sína undir dómsmálaráðherra.