Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 18
16
Halldór Ármann Sigurðsson
lausafé og hlunnindum. Þrátt fyrir þetta má hafa nokkra leiðsögn af
lögfræðilegum skilningi hugtaksins. Bjöm Þ. Guðmundsson lagapró-
fessor hefur orðað hann svo (1973:169):
Hefð. Þegar eigandi notar ekki eignarrétt sinn af einhveijum ástæðum
og annar maður tekur að beita þeim réttindum, eins og hann væri
réttur aðili að þeim, og þetta ástand hefur staðið í tiltekinn tíma,
þá löghelgar löggjafinn það, ... Er þetta nefnt h[efð]. Aðalatriðið
er, að ástand, sem hefur haldizt vissan, nokkuð langan tíma, verður
lögmætt, þó það hafi eigi áður stuðzt við neinn rétt.
Síðan tekur Bjöm fram að hefðartími fyrir fasteignir sé 20 ár, 10 ár
fyrir lausafé en 40 ár fyrir ósýnileg ítök, svo sem slægjur, beit og reka.
Af þessu sýnist ljóst að almenn merking og lagaskilningur hefðar-
hugtaksins eiga sér sameiginlegan kjama sem orða mætti svo:
(7) Ástand eða fyrirbæri á sér því aðeins hefð að það hafi staðið
óslitið í einhvem tiltekinn tíma og athöfn á sér því aðeins hefð
að hún hafi verið endurtekin nokkmm sinnum á einhveijum
tilteknum tíma
Það skiptir máli hvort hefðarhugtak mannanafnalaganna er talið eiga
við um athöfh eða fyrirbæri. Eigi það við um athöfh, það að gefa bami
eða taka sér eitthvert tiltekið nafn, er ljóst að nafh telst því aðeins hafa
unnið sér hefð að fleiri en einn íslendingur hafi hlotið það. Athöfii getur
ekki talist hefðuð nema hún hafi verið endurtekin nokkram sinnum. Um
það má að sjálfsögðu deila nákvæmlega hversu oft þurfi að framkvæma
athöfh til að hún geti kallast hefðbundin, en sjaldnar en þrisvar getur
það ekki verið.
Eigi hefðarhugtak mannanafhalaganna hins vegar við um fyrirbæri,
þ.e. tiltekin nöfh (eða nafnhluta), horfir málið öðra vísi við. Þá er sem
sé ekki augljóst að tiltekinn fjöldi íslendinga þurfi að hafa borið nafn
til þess að það hafi öðlast hefð í málinu; hitt skiptir þá ffemur máli að
nafhið hafi tfðkast óslitið í einhvem tiltekinn tíma, t.d. einn áratug, einn
mannsaldur eða eina öld. — Þriðji og þrengsti skilningurinn er svo að
hefðarhugtakið eigi bæði við um athöfh og fyrirbæri, þ.e. að nafn verði