Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 19
Heimil nöfn og óheimil
17
bæði að hafa tíðkast óslitið í einhvem tiltekinn tíma og verið borið af
einhverjum tilteknum fjölda nafhbera.
Enn eitt atriði skiptir máli í þessu sambandi, rof hefðar. Venjulega
er litið svo á að hefð falli niður ef hún rofriar um eitthvert skeið,
og á þetta bæði við um almenna merkingu og lögfræðilegan skilning
hefðarhugtaksins. Hafi eitthvert tiltekið ástand, fyrirbæri eða athöfn
einungis tíðkast eða staðið á tímaskeiði sem er löngu liðið er hugtakið
hefð yfirleitt ekki talið viðeigandi, og er þá fremur gripið til hugtaka
á borð við „úreltar venjur“ eða „horfnir siðir“. Þannig myndu menn
t.d. ekki segja að óttusöngur væri hefð á íslandi, og það orð myndu
menn líka naumast nota um kvöldvökur, svo að dæmi séu tekin. Það er
m.ö.o. yfirleitt skilyrði þess að unnt sé að tala um hefð að hún sé með
einhverju móti við lýði í samtímanum.
Þegar rætt er um hefð nafha er óhjákvæmilegt að líta svo á að greina
verði á milli tvenns konar (,,óíslenskra“) nafna, annars vegar tiltölulega
nýlegra nafna eins og Andreas og Angelíka og hins vegar fomra nafna
eins og Dufþakur og Kormlöð.
Mörg hinna fomu írsku nafna í mannanafnaforða íslendinga geta
ekki talist styðjast við hefð í venjulegri eða lögffæðilegri merkingu
þess orðs. Þetta á t.d. við um nafinið Dufþakur, en svo hét þræll Hjör-
leifs, fóstbróður Ingólfs Amarsonar, og annar Dufþakur er í Landnámu
sagður hafa búið í Dufþaksholti. Ekki er vitað til að nokkrir aðrir hér-
lendir menn haíi borið þetta nafn fyrr en á sjöunda tug þessarar aldar,
að dreng í Vestmannaeyjum var gefið það að síðara nafhi (sbr. Guð-
rúnu Kvaran og Sigurð Jónsson 1991:186), og enn er þetta nafii ekki
á mannanafnaskrá. Ýmis þeirra írsku nafha sem koma fýrir í fom-
bókmenntunum hafa reyndar aldrei verið borin af Islendingum, eftir
því sem næst verður komist. Þannig hefur engin íslensk kona heitið
Kormlöð, svo vitað sé (sbr. Halldór Halldórsson 1960:135), en svo hét
hins vegar móðir Þorgríms Grímólfssonar landnámsmanns og í íslend-
ingasögum er nefnd Kormlöð drottning Ólafs kvarans Sigtryggssonar
konungs. Ólíklegt verður að telja að löggjafinn hafi viljað reisa skorður
við notkun þessara og ýmissa annarra írskra nafna úr fombókmenntum
Islendinga, enda hafa ýmsir sem hafa haft áhrif á hugmyndir löggjaf-