Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 20
18
Halldór Ármann Sigurðsson
ans um mannanöfn verið henni meðmæltir (sjá t.d. Halldór Halldórsson
1960:136). Hér virðist því vera litið svo á að eiginnöfn öðlist ekki að-
eins hefðarrétt með því að vera borin af íslenskum mönnum heldur
einnig með því að vera lifandi um langan aldur í vitund þjóðarinnar, af
ömefhum, sögnum í munnlegri geymd eða gömlum bókum. í rauninni
er það þó réttari hugtakanotkun að segja að Dufþakur njóti „menn-
ingarhelgi" en ekki hefðar í eðlilegum skilningi þess orðs. Hugtakið
,jnenningarhelgi“ kemur hins vegar hvergi fyrir í mannanafnalögunum
eða greinargerðinni með þeim. Það verður því að ætla að löggjafinn hafi
talið „menningarhelgi“ falla undir hefðarhugtakið.
Gömul nöfn eins og Dufþakur njóta þá hefðar í krafti „menning-
arhelgi“ sinnar, en það gera nýleg nöfn eins og Andreas augsýnilega
ekki.5 Hér verður því að greina á milli gamalla og tiltölulega ungra
nafna.
Það er náttúrlega skilgreiningaratriði hvaða tökunöfn skuli teljast
gömul og hver ung en af ffamansögðu er ljóst að mannanafnanefnd
er heimilt að ákveða það. Einföld vinnuregla væri t.d. að telja þau
tökunöfn ung sem ekki er vitað til að hafi tíðkast hér á landi fyrr en
eftir manntalsárið 1703, enda em það fyrst og ffemst þessi nöfti sem
vaíi leikur á um hvort áunnið hafi sér hefð. Hér eftir verða þessi nöfh
því nefhd ung tökunöfn.
Ung tökunöfn em því aðeins lögleg að þau hafi áunnið sér hefð í
venjulegri merkingu þess orðs. Þau þurfa því að fullnægja eftirfarandi
skilyrðum:
5 Einnig er ljóst að t.d. ýmis biblíunöfh falla ekki í flokk „menningarhelgaðra"
nafna, s.s. Set, Kenan, Mahalalel, Jared, Metúsala og Lamek, svo að nefnd séu nokkur
nöfn úr ættartölu Nóa í 1. Mósebók. Hið sama á að sjálfsögðu við um fjölda nafha
úr öðrum trúarritum, t.d. Kóraninum. Á fundi sínum þann 12. október 1993 ákvað
mannanafnanefhd að til þess að geta talist menningaritelguð þurfi nöfn m.a. að koma
fyrir í alkunnum fslenskum fomritum. Þar með er fyrir það girt að gerður sé munur á
biblíunni og öðrum trúarritum, enda er trúffelsi hér á landi. Um biblíunöfn gegnir því
sama máli og önnur tökunöfh að þau þurfa að styðjast við hefð í nafhaforða íslendinga
til að teljast heimil.