Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 23
Heimil nöfn og óheimil
21
(11) Aage, Alf, Alice, Astrid, Belinda, Borghild, Húgó, Ingrid,
Jan, Nathalie, Tanía, Thea
Nú eru upplýsingar um aldur naíha náttúrlega ekki gripnar upp af
götunni og ekki er heldur alltaf auðséð hvort það fólk sem ber útlend
nöfh í þjóðskrá er íslendingar eða erlendir ríkisborgarar. En sé látið
nægja að miða við þær upplýsingar sem fram koma í bók Guðrúnar
Kvaran og Sigurðar Jónssonar ffá Amarvatni, Nöfn íslendinga, kemur
í ljós að samkvæmt kvarðanum í (10) ber að hafna flestum þessara
naíha, og gefur hann svo allgóða raun. Þetta á þó ekki við um Aage (21
íþjóðskrá 1989) og Astrid (22), sem bæðikomaþegarfyrirímanntalinu
1910.6
A meðal nafha sem tekin hafa verið upp í mannanafnaskrá má nefna
þessi:
(12) Elíeser, Kassandra, Jonna, Manúel, Nadía, Tekla
Einungis eitt af þessum nöfnum, Elíeser, hefur þó unnið sér hefð ef
miðað er við kvarðann í (10) (borið af fjómm í þjóðskrá 1989 en
kemur fyrir þegar í manntalinu 1801 og einnig á bilinu 1910-50). Um
Kassandra og Manúel er reyndar ekki einu sinni getið í bók þeirra
Guðrúnar og Sigurðar og verður því að ætla að þau hafi ekki haft
neinar heimildir um þau.
Margir myndu eflaust vilja halda því fram að nöfhin í (12), að und-
anskildu Elíeser, samrýmist íslensku málkerfi betur en nöfnin í (11).
Það er þó umdeilanlegt sjónarmið. Og hvað sem þessu sjónarmiði líður
verður ekki fram hjá því litið að ekkert af nöfnunum í (11) og (12)
er „íslenskt“ í skilningi mannanafnalaganna. Þau verða því öll að hafa
áunnið sér hefð eigi að heimila þau og það breytir engu um þetta þótt
nöfnin þurfi þar að auki að samrýmast íslensku málkerfi. Krafan um að
„óíslenskt“ nafh skuli styðjast við hefð er ekki víkjandi gagnvart því
ákvæði laganna að nöfn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi,
heldur skal þetta tvennt fara saman.
6 Allar tölur sem héreru tilfærðar úr manntalinu 1989, svo og langflestarupplýsingar
um aldur nafna eru fengnar úr bók þeirra Guðrúnar og Sigurðar (en sjá einnig t.d. Lind
1931 og Þorstein Þorsteinsson 1964:227-230).