Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 24
22
Halldór Ármann Sigurðsson
Að sjálfsögðu koma upp ýmis álitamál þegar kvarðanum í (10) er
beitt. Miðað við hann eru nafhmyndimar Reynald (7 í þjóðskrá 1989)
og Reinald (enginn) t.d. ekki hefðaðar hvor í sínu lagi en sé litið þannig
á að um eitt og sama nafhið sé að ræða verður að telja það hefðað
(Reinald kemur fyrir í manntölum 1801-1855 en hefur nú ekki tíðkast
um langt skeið). Þegar svona stendur á virðist einboðið að beita þeirri
túlkun sem tryggir sem mestan rétt borgaranna, enda leiði hún ekki
til ójafhræðis og samrýmist anda laganna. Mannanafhanefhd hefur því
nýlega heimilað Reynald.
í 1. kafla þessarar greinar var talið óhjákvæmilegt að miða skilgrein-
inguna á „íslenskum nöfnum“ við nafhliði (orðliði) og samsetningu
þeirra en ekki við nöfh í heild. Að öðmm kosti yrðu nýnefni eins og
Hauksteinn að teljast óheimil. Hér vaknar því sú spuming hvort túlka
beri hefðarhugtak mannanafhalaganna með sama hætti, þ.e. þannig að
það eigi við um nafhhluta og samsetningu þeirra (víð túlkun) en ekki
aðeins einstök nöfn í heild sinni (þröng túlkun).
Auðsætt er að fýrsta mannanafhanefndin túlkaði hefðarhugtakið (oft-
ast) vítt að þessu leyti. Þannig féllst nefhdin m.a. á eftirtalin nöfh:
(13) a. Adama, Aþanasía, Péturína, Róberta, Sigmundína
b. Joimý, Lissý, Mattý, Runný, Sallý, Sirrý
Samkvæmt kvarðanum í (10) hefur ekkert þessara nafha unnið sér hefð
í íslensku; Lissý var t.d. aðeins borið af einni konu í þjóðskrá 1989 og
Sallý ekki af neinni. Sé hins vegar miðað við þá liði sem þessi nöfh
em sett saman úr verður að álíta að a.m.k. Adama, Péturína, Róberta
og Sigmundína séu hefðuð. Það á hins vegar ekki við um Aþanasía þar
eð hefð karlmannsnafhsins Aþanasíus, sem það er myndað af, er rofin
(ekki er vitað til að það hafi tíðkast síðan 1855, sbr. Guðrúnu Kvaran
og Sigurð Jónsson 1991:122).
Ýmis nöfh með viðskeytinu -ý em hefðuð ef miðað er við kvarðann
í (10), t.d. Anný (30 í þjóðskrá 1989), Ellý (31), Maggý (48) og Jenný
(251). Það verður hins vegar að teljast afar hæpið að líta svo á að
viðskeytið eitt nægi til að hefða nöfh eins og Lissý, Sallý og Sirrý, þar
eð fyrri liður þessara nafha (Liss-, Sall-, Sirr-) styðst ekki við neina