Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 25
Heimil nöfn og óheimil
23
hefð, nema ef vera skyldi í gælunöfnum. Ef þessi nöfh teljast hefðuð er
örðugt að sjá annað en fallast verði á nánast hvers konar samsetningar
einkvæðra liða og viðskeytisins -ý, t.d. Babbý, Beibý (?), Dallý, Danný,
Dollý, Dúllý, Ganný, Glanný (?), Granný (?), Guddý, Gunný, Hollý,
Kiddý, Lallý, Lollý, Maddý, Mollý, Nanný, Ninný, Randý, Siddý, Sillý,
Sindý, Skrallý (?), Tonný, Vinný o.s.frv., o.s.frv. Að vísu eru þessi
nöfh öll eða a.m.k. flest mynduð í samræmi við ákveðið mynstur sem
hefiir náð nokkurri rótfestu en á því leikur þó naumast vafi að með
hefðarákvæðinu hafi löggjafinn m.a. viljað reisa skorður við upptöku
nafna af þessu tagi.
Reyndar var beiðni um Giddý hafhað (mál nr. 77/1992), svo að ekki
hafa öll -ý-nöfn af þessari gerð verið talin jafhgild. Er þó vandséð hvaða
rök liggja til þess að heimila t.d. Lissý og Sallý en ekki Giddý. Auk þess
er ekki ljóst á hvaða rökum það er reist að leyfa Lissý og Sallý en hafha
blendingsnafhinu Benney, eins og gert var (mál nr. 68/1992). í báðum
tilvikum er um að ræða hefðað viðskeyti en óhefðaðan nafhstofn.
Jafhvel þótt hefðarhugtakið væri túlkað vítt, og talið að „óíslensk“
nöfh hafi unnið sér hefð ef allir liðir þess hafa gert það, yrði að hafha
nöfhum á borð við Lissý og Sallý. Augljóslega gegnir hér öðru máli
um nöfn eins og Róberta og Sigmundína. Væri þessi skilningur lagður
í hefðarhugtakið yrði að heimila þau.
Sé litið svo á að nöfn eins og Sigmundína skuli njóta hefðar í krafti
þess að allir liðir þeirra styðjast við hefð er torséð annað en heimila
verði samsetningar af sama tagi, t.d.:
(14) Adamína, Bjamína, Ólafína, Stefanína/Stefánína, Sigurðína,
Þórína
A grundvelli nafna eins og Sveinsína yrði á sama hátt að fallast á nöfh
eins Adamsína, Bjarnsína og Ólafsína, Stefánsína og Þórsína. Magnea
og Matthea ættu þá einnig að helga nöfh á borð við Árnea, Gunn-
ea, Þórea og Jóninna gæti sem best verið fyrirmynd að nöfhum eins
og Adaminna, Arninna, Bjarninna, Gunninna, Magninna, Matthinna,
Olinna, Sigurðinna, Stefáninna, Þórinna.
Naumast er ætlandi annað en löggjafinn hafi viljað koma í veg fyrir