Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 26
24
Halldór Armann Sigurðsson
upptöku nafna af þessu tagi með hefðarákvæði nafnalaganna, enda hef-
ur verið amast mjög við þeim af mörgum þeirra sem mest áhrif hafa haft
á hugmyndir löggjafans um mannanöfh (sjá t.d. Halldór Halldórsson
1960,1971; Hermann Pálsson 1960,1981). Sé hins vegar litið svo á að
túlka beri hefðarákvæðið vítt, þannig að nöfn hafi unnið sér hefð ef allir
liðir þeirra hafa gert það, er útilokað að greina á milli t.d. Sigmundína
og Gunnea eða Stefánsína á gmndvelli raka eða almennra reglna.
Af ofansögðu má draga þá ályktun að túlka verði hefðarákvæði
nafnalaganna þannig að það eigi aðeins við um (,,óíslensk“) nöfh í
heild en ekki einstaka liði þeirra. Þessi túlkun er þröng en hefur þann
ótvíræða kost að tiltölulega einfalt er að gæta samræmis og þar með
jafhréttis borgaranna við framkvæmd hennar. Samkvæmt henni hefði
t.d. átt að hafha öllum nöfnunum í (13) (miðað við kvarðann í (10)) og
hefði svo ekki komið til þess að gerður væri munur á t.d. Lissý og Giddý
(en á hinn bóginn yrði t.d. Maggý að njóta hefðar). Á sama hátt væri
þá engin hætta á að gerður væri órökstuddur munur á t.d. Sigmundína
annars vegar og Stefánína eða Gunnea hins vegar (þótt t.d. Jónína og
Magnea teldust hafa áunnið sér hefð).7
Nokkuð sérstöku máli gegnir um nýmyndanir eins og Kristlind. Krist-
er vissulega tökuliður í íslenskum mannanöfhum en á sér hins vegar
samsvömn í rótgrónum tökuorðum í hinum almenna orðaforða málsins
og er þannig orðinn „íslenskari“ en flestir aðrir tökuliðir í nafnaforða ís-
lendinga. Samsetningar á borð við Kristrún og Kristlind eiga sér einnig
samsvömn í samsettum orðum eins og kirkjugarður og menntaskóli,
þar sem skeytt em saman íslensk og upphaflega erlend orð, eins og
Halldór Halldórsson hefur bent á (1960:143). Það má því líta svo á að
Kristlind sé „íslenskt" nafn á sama hátt og t.d. Hauksteinn.
7 Málfræðingar leita að reglum í tungumálinu og þvf er þeim gjamt að líta svo á að
nöfn skuli njóta jafnræðis, þ.e.a.s. að nöfh sem em mynduð á sambærilegan hátt séu
jafngild, hvað sem líður hefð hvers og eins þeirra. En í réttarfari eru það manneskjur
en ekki fyrirbæri eða hlutir sem eiga að njóta jafnræðis. Það stríðir gegn jafnræði að
leyfa Lissý en ekki Giddý (sem eru bæði málfræðilega jafngild og jafngild gagnvart
mannanafnalögunum) en hins vegar verður ekki að því fundið þótt þeim sé báðum
hafnað en Maggý leyft. Þessi nöfn em að vísu öll málfræðilega jafngild en þau em ekki
jafngild gagnvart lögunum, þar eð einungis Maggý getur talist hafa áunnið sér hefð.