Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 27
Heimil nöfti og óheimil
25
Það veltur mjög á túlkun hefðarákvæðisins hvemig til tekst um ffam-
kvæmd mannanafnalaganna. Ef túlkun þess er skýr, tryggir jafnræði og
samrýmist almennum skilningi á því hvað geti kallast hefð em líkur á
að almenningur sætti sig við þá úrskurði sem á henni byggjast. Sé túlk-
un hefðarákvæðisins hins vegar óljós og ósamkvæm sjálfri sér verður
aldrei neinn friður um mannanafhalögin.
3. Hvaða nöfn brjóta ekki í bág við íslenskt málkerfi?
í mannanafnalögunum er, sem vonlegt er, ekki skýrt hvað átt er við
með hugtakinu íslenskt málkerfi og í þessu efni er ekki heldur mikinn
stuðning að hafa af greinargerðinni með lögunum. Þar segir þó:
Þá er áskilið að eiginnafn megi ekki fara í bág við íslenskt málkerfi.
Mörg nöfn, sem em algeng hér á landi, em ekki íslensk að uppmna en
hafa þó fyrir löngu unnið sér sess í íslensku. Á hinn bóginn kann svo
að vera að nöfn hafi unnið sér hefð í málinu en brjóti gegn íslensku
málkerfi, svo sem vegna orðmyndunar, hljóðkerfis eða beygingar.
Höfundar greinargerðarinnar hafa því talið að málkerfisákvæði laganna
eigi m.a. að útiloka ýmis nöfn af erlendum toga, jafhvel þótt þau séu
hefðuð. Eins og brátt verður rakið fær þessi skilningur þó ekki staðist
og verður því að hafna honum.
Augljóst er að fjöldi nafna af erlendum toga samrýmist „íslensku
málkerfi“ í skilningi mannanafnalaganna, engu síður en arftekin norræn
nöfn eins og Sigurður, Þorsteinn og Þórunn. Þannig er tvímælalaust
að löggjafinn hefur litið svo á að nöfh á borð við Daníel, Friðrik,
Hermann, Jóakim, Jósef og Jón brjóti ekki í bág við íslenskt málkerfi,
þrátt fyrir að þau hafi ekki nefnifallsendingamar í (15):
(15) Daníelur/Daníell, Friðrikur, Hermannur/Hermaður, Jóakim-
ur, Jósefur, Jónn
Öðm máli gegnir um (flest) íslensk nöfh. Það verður t.d. að ætla að
löggjafinn hafi litið svo á að eftirfarandi nafnmyndir bijóti í bág við
íslenskt málkerfi, sem nefnifallsmyndir, enda munu bæði sérfræðingar
og almenningur samdóma um að svo sé: