Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 28
26 Halldór Ármann Sigurðsson
(16) Ársæl, Guðmund, Haflið/Hafliða, Sigurð, Þorstein
Af þessu er þegar ljóst að „íslenskt málkerfi“ verkar ekki með sam-
bærilegum hætti á öll nöíh.
Reyndar er afar hæpið að líta svo á að þær reglur sem almennur
orðaforði málsins lýtur séu einhlítur mælikvarði á „íslenskt málkerfi“
þegar kemur að mannanöfnum. Nöfn em oft sér um reglur og em
ýmsir beygingarflokkar málsins t.d. einskorðaðir við mannanöfn eða
því sem næst. Þannig beygjast engin samnöfh í málinu eins og Þórdís
og Þórunn og aðeins örfá eins og Hólmfríður og Sigríður. Sennilega
dettur þó engum í hug að halda því fram að t.d. Þórdís „bijóti í bág við
íslenskt málkerfi" af þeirri ástæðu að það beygist öðm vísi en dís.
Að þessu athuguðu má álykta að hefðbundinn mannanafhaforði ís-
lendinga skilgreini í rauninni hugtakið „íslenskt málkerfi“ að því er
tekur til mannanafna. Á sama hátt er hegðun þeirra lýsingarorða sem
hafa viðskeytið -ó eitt af því sem skilgreinir „íslenskt málkerfi“ að því
er tekur til lýsingarorða (a.m.k. í ákveðnu, hversdagslegu málsniði).
Orð eins og halló, púkó og sveitó samrýmast m.ö.o. „íslensku mál-
kerfi“ (en ekki einhveiju útlensku málkerfi) einfaldlega af því að þau
em hluti af málfari íslendinga.
Endingarley sið í Daníel, Jón og öðmm sambærilegum nöfnum er sem
sagt í góðu samræmi við íslenskt málkerfi, af því að það hefur unnið
sér hefð í þessum tilteknu nöfhum. Á sama hátt brýtur endingarleysið
í Guðmund, Sigurð, Þorstein o.s.frv. í bág við íslenskt málkerfi, af því
að það styðst þar ekki við neina hefð. Að því er varðar nöfh sem em
hefðbundin hér á landi verður því að telja að túlka beri málkerfisákvæði
mannanafhalaganna svo að því sé ætlað að koma í veg fyrir að þessum
nöfnum verði breytt til horfs sem brýtur gegn hefð þeirra. Sé þetta
réttur skilningur ber mannanafnanefhd að haftia Jóakimur, Jónn og
Friðrikur (en ekki Friðrekur), engu síður en Guðmund og Þorstein.
Jafhframt er þá ljóst að sú hugmynd í greinargerð mannanafhalaganna
að málkerfisákvæði þeirra geti útilokað hefðuð nöfn fær ekki staðist.
í fljótu bragði mætti virðast að sérstöku máli gegni um íslensk nöfn
eins og hin endingarlausu Erling og Svanberg, enda hafhaði fyrsta