Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 29
Heimil nöfn og óheimil
27
mannanafinanefhdin þeim báðum, þrátt fyrir að Erling sé borið af 173 í
þjóðskrá 1989 og Svanberg af 52 (en Erlingur af 235 og Svanbergur af
aðeins einum). En þetta er missýn.8 Endingarleysið er hefðað í þessum
nöfnum og nýtur því sama réttar og endingarleysið í Daníel, Friðrik og
Jón, eins og Magnús K. Hannesson hefur bent á (1993). Á hinn bóginn
verður að ætla að mannanafnanefhd beri að hafha nýmyndunum á borð
við Hróberg eða Hróðstein. í þessum „nöfhum“ styðst endingarleysið
ekki við hefð og þar verður því að telja að málkerfisákvæðið útiloki
aðrar nefhifallsmyndir en Hróbergur og Hróðsteinn. Eins er eðlilegt
að líta svo á að málkerfisákvæðið útiloki margliðuð nöfn eins og Sig-
urguðmundur og Guðrúnhildur (sbr. Halldór Halldórsson 1960:148)
og einnig nýmyndanir eins og Dýrley, þar sem liðurinn -ley á sér enga
hefð og brýtur því gegn íslenskum orðmyndunarreglum, hvort sem
miðað er við orðmyndun almennt eða aðeins orðmyndun í samsettum
og afleiddum mannanöfhum.
Nokkur ásókn er í að skíra skandinavískum nöfnum sem eiga sér
íslenskar samsvaranir, t.d. Aage, Astrid og Ragnhild. Þessi nöfh hafa
verið kölluð „ónefni“ og því hefur verið haldið ffam að þau eigi „ekkert
erindi inn í íslenzkt mál“ (Halldór Halldórsson 1971:125). Virðist sú
hugmynd liggja hér að baki að þessi nöfn séu sérlega skeinuhætt hinum
samsvarandi íslensku nöfiium. Á það verður þó ekki fallist að heimilt sé
að beita málkerfisákvæði laganna til að útiloka nöfh af þessu tagi. Þessi
nöfh hljóta að njóta sama réttar og önnur ung tökunöfn. Það verður því
að líta svo á að séu þau hefðuð verði að heimila þau, annars ekki.
Ekki verður heldur fallist á að málkerfisákvæðið eða önnur ákvæði
mannanafhalaganna útiloki hefðaðan rithátt í mannanöfnum, jafnvel
þótt hann fari í bág við almennar ritreglur. Þannig er t.d. ekki stætt á
öðm en heimila Ebenezer, Esther og Zóphonías. Af þessum skilningi
leiðir einnig að ef nafii eins og Alice væri á annað borð hefðað, með
þessum rithætti, yrði að heimila það, engu síður en t.d. Alísa, og hið
8 Þessir úrskurðir studdust við samþykkt heimspekideildar Háskóla íslands frá 11.
september 1965. Af viðbrögðum almennings við þeim er þó auðsætt að aldrei getur
orðið friður um þann skilning sem kemur fram í samþykkt deildarinnar. í lýðræðis-
þjóðfélagi hljóta lög og framkvæmd þeirra að taka mið af almannavilja.