Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 31
Heimil nöfn og óheimil
29
Óljóst er hvort átt er við að nafii þurfi að hafa verið hefðað sem eiginnafn
nú eða áður en það var skráð sem ættamafn. Einungis fyrmefhda (og
víðari) túlkunin er þó framkvæmanleg. Þannig er eiginnafhið Smári
borið af 581 í þjóðskrá árið 1989 en hefðaðist ekki sem eiginnafn fyrr
en eftir að það var skráð sem ættamafn. Ef 3. málsgrein 2. greinar væri
túlkuð þröngt yrði að taka Smári út af mannanafnaskrá og er augljóst
að það væri ófæra. Svipuðu máli gegnir um Viðar, þótt það sé reyndar
ekki alveg eins ótvírætt dæmi og Smári.
í 2. málsgrein 2. greinar er eftirfarandi ákvæði:
Hvorki má gefa stúlku karlmannsnafn né dreng kvenmannsnafn
Mannanafhanefnd hefur túlkað þetta ákvæði þröngt, þ.e.æs. þannig að
öll eiginnöfn séu annaðhvort karlmanns- eða kvenmannsnöfn (en ekki
hvomgt eða hvort tveggja) og því beri í rauninni að gefa stúlku kven-
mannsnafn og dreng karlmannsnafn. Af umræðum sem urðu á Alþingi
þegar mannanafnalögin vom sett má ráða að þessi túlkun er í sam-
ræmi við vilja löggjafans. Hún hlýtur einnig stuðning af fyrirmælum
3. greinar laganna þess efhis að mannanafnanefnd skuli semja skrá yfir
þau nöfh sem heimil teljast, en í mannanafhaskránni er nöfiium aðeins
skipað í tvo flokka, stúlkna- og drengjanöfn.
Á gmndvelli þessarar túlkunar hefúr mannanafhanefhd hafnað fjölda
„millinafna“ eða viðurnafna, eins og Þorsteinn Þorsteinsson nefhdi
þau (1961:8-9, 1964), en þau em í rauninni hvorki karlmanns- né
kvenmannsnöfh (eða hvort tveggja, eftir því hvemig á málið er litið).
Þetta em fyrst og ffemst nöfh sem líkjast ættamöfhum en em þó ekki
skráð sem slík og stangast því ekki á við ofannefht bann við notkun
ættamafna sem eiginnafha. Á meðal þessara nafna em eftirtalin:
(17) Amfjörð, Bærings, Dalkvist, Eldon, Emis, Hörðdal, Hörgs-
nes, ísfeld, Laufland, Snæfell, Sædal, Ægis
Féllist mannanafiianefhd t.d. á að stúlku væm gefin nöfnin Sigríður
Ernis (Jónsdóttir) hefði það í för með sér að Ernis (Jónsdóttir) væri
heimilt sem einnefni eða „fyrsta nafn“, með þeirri takmörkun þó að
einungis stúlkur mættu bera það. Það er því vafalaust að hin þrönga