Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 44
42 Jörgen Pind
fyrra orðinu er sérhljóðið langt en samhljóðið stutt. í seinna orðinu er
því öfugt farið.
Nú hefur einnig verið vitað lengi að hljóðlengd er engan veginn
algild stærð (sjá m.a. Svein Bergsveinsson 1941). Það er t.d. augljóst
að talhraði hlýtur að hafa nokkur áhrif á lengd hljóða í orðum. Ef
hratt er talað styttast hljóðin að öðru jöfhu. Þetta kom greinilega fram
í rannsókn sem höfundur þessarar greinar framkvæmdi fyrir nokkrum
árum (Jörgen Pind 1982).
í þeirri rannsókn var mæld lengd hljóða í áhersluatkvæðum í orðun-
um bak, bagg, balca, bagga og loks bakaði, baggaði. Einnig var mæld
lengd hljóða í orðum með aðblæstri, bakk, bakka og bakkaði. Auk þess
að kanna áhrif atkvæðafjölda í orði á hljóðlengd voru könnuð áhrif
talhraða því orðin vom ýmist lesin ein sér eða í setningu og í síðara
tilvikinu vom setningamar ýmist lesnar hratt eða hægt. Fmmbreytur
rannsóknarinnar vom því tvær, annars vegar atkvæðafjöldi í orði, hins
vegar talhraðinn.
Fjórir málhafar tóku þátt í tilrauninni og lásu orðin nokkmm sinnum.
Mæld vom fimm dæmi um hvert orð hjá hverjum málhafa. Samtals
vom mæld 540 orð (4 málhafar x 3 atkvæðagerðir (V:C, VC:, VhC),
x 3 ól£k umhverfi x 3 orðgerðir x 5 dæmi um hvert orð).
Orðunum var komið fyrir í tölvuminni og lengd hljóðanna mæld af
hljóðbylgjuritum sem birtust á skjá. Það er oft vandkvæðum bundið
að afmarka einstök hljóð nákvæmlega á hljóðbylgjuritum, og verð-
ur reyndar aldrei gert svo óyggjandi sé (Lisker 1974; Repp 1981).
í þessum mælingum taldist sérhljóðið jafhgilda hinum raddaða hluta
atkvæðarímsins en samhljóðið lokuninni. Hvort tveggja er tiltölulega
auðgreinanlegt á hljóðbylgjuritum.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að lengd fyrrgreindra sneiða er
ákaflega breytileg og háð bæði atkvæðafjölda í orði og talhraða. Verð-
ur fyrst greint ffá mælingum á lengd stuttra og langra sérhljóða og
samhljóða en síðar frá mælingum á lengd aðblásturs.
A mynd 1 er sýnd dreifing hljóðlengdanna. Efra súluritið sýnir niður-
stöður fyrir V:C-atkvæðin, en hið neðra fyrir VC:-atkvæðin. Súluritin
eru óvenjuleg að því leyti að súlumar ganga bæði upp og niður fyrir