Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 47
Skynjun hljóðlengdar og aðblásturs í íslensku
45
er gætt hvert samband lengdar í áhersluatkvæði er í íslensku. Eldri
hljóðfræðirannsóknir (Stefán Einarsson 1927, Games 1973, 1976 og
Magnús Pétursson 1976, 1978; OreSnik og Magnús Pétursson 1977,
Eiríkur Rögnvaldsson 1980) halda lengd sérhljóða og samhljóða oíitast
aðgreindri. Ég hef áður gagnrýnt slík efhistök (Jörgen Pind 1982,1986).
Ástæða er til að ítreka það hér.
Ef litið er á mynd 2 sést hvemig má hugsa sér samband sérhljóða- og
samhljóðalengdar í áherslurími í íslensku. Á myndinahafa verið færðar
iim nokkrar tilbúnar mælinganiðurstöður íyrir lengd hljóða í orðum
af gerðinni V:C og VC:. Þessi dæmi em auðkennd með bókstöfum,
frá A til E. Mynd 2.1 sýnir þann möguleika að lengd sérhljóðs sé
ein ráðandi. Sérhljóðið í atkvæði A er 200 ms langt, sérhljóðið í B
er 100 ms langt. Samhljóðalengdin er hin sama í báðum tilvikum,
100 ms. Mynd 2.2 sýnir þann möguleika að samhljóðalengdin ein sé
ráðandi (sérhljóðalengd B og C er 100 ms, en samhljóðalengd 100 og
200 ms). Loks sýnir mynd 2.3 þann möguleika að bæði sérhljóða- og
samhljóðalengd séu aðgreinandi. í A er sérhljóðið 200 ms, samhljóðið
100 ms. f C er þessu öfugt farið. Ef rýnt er í tiltækar rannsóknir kemur í
ljós að þær falla býsna vel að þeirri mynd sem dregin er upp á mynd 2.3.
Sænski hljóðfræðingurinn Bannert (1979) sýndi ffam á gildi þess
að mæla hlutfallið V/(V+C) eða hlutfall sérhljóðalengdar af rímlengd
við hljóðfræðirannsóknir á málum þar sem andstæðulengd hljóða er
ríkjandi. Hugmynd Bannerts er skynsamleg og hefur þann ótvíræða
kost að sérhljóða- og samhljóðalengd koma báðar við sögu í öllum
mælinganiðurstöðum.
Rétt er þó að vekja athygli á því að hlutfallið sem slíkt segir ekki til
um það hvort lengd hljóðanna sé andstæð. Lítum að nýju á mynd 2.
Hlutföll V/(V+C) fyrir A og B á mynd 2.1 em 0,67 og 0,50. Hlutföllin
em greinilega ólík en samt er ekki um andstæðulengd að ræða því
aðeins sérhljóðið hefur aðgreinandi lengd. Svipaða sögu er að segja
um mynd 2.2. Hér em hlutföllin 0,50 fyrir klasa B og 0,33 fyrir klasa
C og samhljóðið eitt er aðgreinandi. Mismunur hlutfallanna er meiri ef
litið er á mynd 2.3 þar sem A sýnir V/(V+C)-hlutfall sem reiknast 0,67
og C hefur hlutfallið 0,33. Enn gildir þó að sami munur getur komið