Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Blaðsíða 82
80
Margrét Jónsdóttir
karlkynsorða (sbr. t.d. Eirík Rögnvaldsson 1990:76). Hér verður þó
stuðst við yfirborðslýsingu og verða þá endingar sterkra og veikra karl-
kynsorða þessar: -ur, -l, -n, -r, -0, -i. Hér á eftir eru endingar nefnifalls
eintölu sýndar og dæmi um þær:
1. -ur a) garður, bátur, fræðingur
b) söngur
c) drengur, vinur, könnuður
d) þráður, köttur, fjörður
e) maður
2. -1 a) áll, stóll; b) gaffall, trefill, jökull
-n c) steinn, tónn; d) aftann, himinn, morgunn
3. -r a) læknir, vísir
b) mór, skjár; c) skór
4. -0 a) akur, hamar, leiðangur, faraldur
b) tum, fugl, koss, ás, kór
c) grís, hver
d) biskup, stúdent, pappír, strætó
e) bjöm, öm
f) bróðir, vetur
5. -i a) penni, kennari, kunningi; b) Dani
c) eigandi, frændi
1. Öll orðin nema maður mynda fleirtölu með -ar eða -ir. Orð
með viðskeytinu -Vngur mynda alltaf fleirtölu með -ar. Orð
sem fá -v- á undan fleirtöluendingunni mynda fleirtölu með -ar.
Orðið söngur er eina algenga orðið sem svo hagar sér. Orð með
viðskeytinu -Vður mynda alltaf fleirtölu með -ir. Ekki verður
fjallað hér um orð eins og þráður, köttur og fjörður.
2. Fleirtala orða sem þessara er alltaf fyrirsegjanleg.
3. Heirtala orða eins og læknir og vísir er alltaf íyrirsegjanleg. Um
fleirtölu orðanna í b) og c) verður fjallað í 2.3.
4. Orð sem em tví- eða fleirkvæð í nefnifalli eintölu og með stofn-
lægu -r í endingu mynda alltaf fleirtölu með -ar. Orðin í d) mynda