Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 90
88
Margrét Jónsdóttir
2.4 Um fleirtölu einkvœðra endingarlausra karlkynsorða svo og þeirra
karlkynsorða sem enda á -r
Fram til þessa hefur eingöngu verið fjallað um karlkynsorð með
endingunni -ur í nefhifalli eintölu. En nauðsynlegt er einnig að líta
á einkvæð karlkynsorð sem annaðhvort em endingarlaus í nefnifalli
eintölu eða enda á-rí sama falli.5
Að því er varðar orð með tveimur (eða fleiri) samhljóðum á eftir
stofnsérhljóði þá mynda þau næstum alltaf fleirtölu með -ar, óháð því
hvert stofhsérhljóðið er: fugl, hrafn, lax, ofn, pels, prins, skafl, turn.6
Þegar um er að ræða orð af gerðinni (-)VC-, þ.e. orð sem hafa endinguna
-0 í nefnifalli eintölu, þá mynda þau flest fleirtölu með -ar, sbr. t.d. ás,
bjór, bor, ís, kór, lás, múr, staur, vír o.fl. Það á þó ekki við um orð eins
og bar, grís, guð, her, hver og nokkur önnur, einnig með 0-endingu í
nefhifalli eintölu. Sé hins vegar um að ræða orð með stofhgerðina (-)V-
með endinguimi -r þá mynda langflest orðanna fleirtölu með -i'r. Það á
t.d. við um orð eins og Ijár og skjár. Af öðmm orðum með endingunni
-r í eintölu og sem mynda fleirtölu með -ir má nefha orðin blœr, bœr,
gnýr og sœr. Skv. Islenskri orðabók myndar orðið sjór fleirtölu með -/>.
Orðin jór og snjór mynda hins vegar fleirtölu með -ar eins og svo til
öll orð með [ou] í stofhi og hafa nefhifallsendinguna -ur. Orðið skór er
eindæmaorð.
Sé það dregið saman sem hér hefur verið sagt er niðurstaðan þessi:
1. Öll endingarlaus orð með tveimur (eða þremur) samhljóðum í
stofhi mynda fleirtölu með -ar.
5 Það skal tekið fram að ekki var staðið eins nákvæmlega að söíhun þeirra orða sem
til skoðunareru í þessum kafla og annarra orða í greininni. Þó er óhætt að fullyrða að
um marktækt safn orða sé að ræða.
6 Eina undantekningin sem fundist hefur er orðið skurn sem skv. íslenskri orðabók
myndar fleirtölu með -ir sé það haft í karlkyni, andstætt t.d. orðinu turn sem myndár
fleirtölu með -ar. Orðið skurn er eitt fárra orða sem til er í öllum kynjum enda þótt það
sé að líkindum mest notað í kvenkyni. Hugsanlegt er að um áhrif kvenkynsfleirtölunnar
sé hér að ræða enda þótt ekkert sé hægt að fullyrða í því sambandi. En þess má geta að
í seðlasafni Orðabókar Háskóla íslands eru engin dæmi um karlkynsfleirtöluna sjálfa
að finna.
Tekið skal fram að í íslenskri orðtlðnibók var ekki að finna dæmi um orðið. Þar var
þó að finna í eintölu samsetta orðið hnotskurn.