Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Side 94
92
Margrét Jónsdóttir
mynda langoftast fleirtölu með -ir, sbr. einnig 1.2. En ef í ljós kemur að
þar búa að baki reglur gæti það leitt til þess að hugmyndir manna um
kenniföll gætu breyst.
3.2 Um hlutverk endinga og forsagnargildiþeirra
I nútímamáli er fjöldi þeirra endinga sem tákna ‘karlkyn, nefnifall,
fleirtölu’ óbreyttur frá fommáli. Að öllum líkindum hefur fjöldi orða
innan flestra hópa breyst enda hefúr t.d. skilyrðing endinganna -ar og
-ir breyst að einhverju leyti. Um það vitnar m.a. fleirtala orða eins og
dalur, refur og selur (sbr. Halldór Halldórsson 1950:86).10 Breytingar
sem þessar hafa jafhffamt leitt til þess að regla hefúr aukist frá því
sem áður var. Jafhframt má benda á að kerfi þar sem túlka má eina og
sömu merkingu á marga vegu ætti á hættu að vera óstöðugt og líklegt
til að breytast auðveldlega þannig að endingum fækki, enda er það skv.
hugmyndum Carstairs t.d. (1983,1988) mjög óhagkvæmt vegna fjölda
endinganna.
Það getur vart verið tilviljun að t.d. meðal karlkynsnafnorða er um að
ræða fleiri endingar í nefhifalli fleirtölu en í lýsingarorðum í karlkyni
í sömu tölu og falli. Það byggist á því m.a. að lýsingarorðin em und-
irmengi í tilteknu orðamengi, þ.e. mengi fallorða, þar sem nafhorðin
mynda aðalmengið. Meðal nafnorða er kynið grundvallarþáttur, í raun
hluti af orðinu sjálfu, orðasafhsþáttur sem læra þarf. Enda þótt frá því
séu undantekningar, sumar alkunnar, þá virðist stefna málsins vera sú
að ein tiltekin ending verði ríkjandi og því ómörkuð, sé miðað við tíðni,
en önnur eða aðrar víkjandi (sú markaða/þær mörkuðu). Þetta á hins
vegar ekki við um lýsingarorðin. Þau þiggja kyn sitt, tölu og fall af því
orði sem þau vísa til eða standa með. Og þá er aðeins um eina endingu
10 AÖ því er karlkyn varðar þá er ljóst að þegar í elsta máli eru dæmi um það að
beyging a- og i- stofna sé tekin að riðlast þannig að upphafleg a-stofna orð mynduðu
þá þegar stundum fleirtölu með -ir og f-stofnar með -ar. Til dæmis má nefna að
margir smttstofna a-stofnar fóm snemma að mynda fleirtölu með -ir. (Sjá nánarNoreen
1970:251, 267-269; Halldór Halldórsson 1950:86, 96.) Hér má einnig benda á að
Valtýr Guðmundsson (1922:56, sbr. Eirík Rögnvaldsson 1990:81) telur að fleiitala
orðsins búkur sé búkir. Skv. fommálsorðabókum er svo ekki og í seðlasafni Orðabókar
Háskóla íslands er ekki að finna nein slík dæmi.