Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 121
Learned & Popular Etymology
119
Ringe, Donald A., Jr. 1992. On calculating the factor ofchance in linguistic com-
parison. Transactions of the American Philosophical Society 82, Part 1. Cited in
Golla (1992).
Room, Adrian. 1985. A Dictionary ofTrue Etymologies. Routledge & Kegan Paul,
London.
Sleeman, J.H., and Gilbert Pollet. 1980. Lexicon Plotinianum. EJ. Brill, Leiden.
Taylor, W. 1850. English Synonyms Discriminated. London.
Tölvuoröasafn. OrÖanefnd Skýrslutæknifélags íslands tók saman. Hið íslenska bók-
menntafélag, Reykjavík, 1983.
Tölvuorðasafn. 2nd Edition. Orðanefhd Skýrslutæknifélags íslands tók saman. Ed.
Sigrún Helgadóttir. íslensk málnefnd, Reykjavík 1986.
WLA = The Written Language Archive of the Institute of Lexicography, University of
Iceland.
Þjóðviljinn. Eyðni eða alnæmi? 14.1.1987:2.
Öm Ólafsson. 1991. III danska. Lygisögur, p. 96-99. [Festschrift for Sverrir Tómas-
son]. Stofhun Áma Magnússonar, Reykjavík.
ÚTDRÁTTUR
í umfjöllun sinni um alþýðuskýringar gerir Bloomfield (1935:450) ráð fyrir því að
tökuorð sem falla illa að málkerfi stjúpmálsins eigi á hættu að afbakast vegna tilrauna
manna til að aðlaga þau málkennd sinni. Hér komi til krafan um að orð hafi „skiljanlega
formgerð"—á íslensku er talað um „gegnsæi“ orðmynda. í þessari grein er aftur á móti
sett fram sú skoðun að breytingamar eigi sér stað að uppfylltum tveimur skilyrðum: að
f stjúpmálinu séu þegar fyrir hendi orðmyndir sem svipar til formgeiðar tökuoiðsins;
og að aðstæður fyrir orðaleiki f stjúpmálinu séu góðar. Rök em leidd að því að slíkar
aðstæður séu fyrir hendi f íslensku.
Hugtakið alþýðuskýring er villandi, í fyrsta lagi vegna þess að þær breytingar sem átt
er við em ekki endilega mnnar undan rifjum ómenntaðs fólks. Þegar um raunverulegar
tilraunir til uppmnaskýringar er að ræða hljóta þær í flestum tilvikum að vera læiðar,
því ólærðir stunda ekki orðsifjafræði. í öðm lagi er í möigum tilvikum alls ekki um
að ræða skýringartilgátu heldur einfaldlega tengingu við önnur morfem málsins sem
liggja vel við hvað varðar merkingu og form, án þess að neinar uppmnahugmyndir
séu með í spilinu. Slíkar tengingar em gjaman meðvitaðar og stundum er um að ræða
orðaleiki.
Svipaðrar tilhneigingar gætir oft þegar nýyrði em mynduð til að þýða erlend hugtök,
eða þegar formi eða merkingu innlendra orðmynda er hnikað til vegna áhrifa fiá er-
lendri fyriimynd. Ekki em þessi áhrif ætíð meðvituð. Af sama toga em hljóðfræðilegar
líkingar milli skyldra og óskyldia orða sem tengja saman hugtök í textum á mismun-
andi tungumálum, bæði sem ómeðvituð textatengsl (intertextualities) og sem hreinar
tilvitnanir.