Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 127
Grammaticœ islandicœ rudimenta
125
1.2 Ritstörf
Runólfur virðist hafa haft áhuga á mörgu. Þegar hann dvaldist á
Hólum mældi hann hnattstöðu staðarins og hélt, að því er talið er,
skóla í eðlisfræði síðari námsár sín í Höfti. Runólfur var latmuskáld og
em kvæði eftir hann varðveitt í handritum en einnig lét hann prenta að
minnsta kosti tvær ritgerðir. Ónnur, sem birtist 1650, var um hollustueið
þann er íslendingar sóm Friðriki HI. 1649, en hin, útgefin 1652, Qallaði
um eðlisfræði (Worm 1771:510). En mestan áhuga virðist Runólfur
hafa haft á málfræði og sögu tungumála. Hann gaf út tvær bækur um
þau efni og vitað er að hann hafði hug á að skrifa íslensk-latneska
orðabók (Ehrenchron-Miiller 1927:310).
Arið 1651 kom út á prenti magistersritgerð Runólfs, Linguœ septen-
trionalis elementa tribus assertionibus adstructa, sem haxm hafði varið
í maí sama ár. Andmælandi við vömina var Gísli Þorláksson síðar
biskup er þá stundaði nám í Höfn. Þeir Runólfur höfðu verið samskipa
til Hafnar og virðist þeim hafa verið vel til vina.
Ritgerð Runólfs er skipt í þrjá kafla. í hinum fyrsta ræðir hann um
skyldleika Norðurlandamála og leiðir að því rök að íslenska hafi verið
frumtunga þeirra allra. Meðal helstu röksemda er að fyrst Óðinn mælti
Hávamál á íslensku þá hljóti íslenska að hafi verið sú tunga sem hann
talaði þegar hann fluttist frá Asíu til Norðurlanda. Annar kafli fjallar um
rúnir sem elsta letur Norðurlandabúa, en í þriðja kafla reynir Runólfur
að sýna ffarn á að Sæmundur fróði hafi fyrstur manna notað stungnar
rúnir. Engum sögum fer af viðbrögðum við þessari bók.
Öðm máli gegnir um málffæði Runólfs sem hann lét prenta sama ár.
Líklega hefur Ole Worm verið einn aðalhvatamaður þess að Runólfur
skrifaði málffæðina enda þakkar hann honum sérstaklega í formála.
Bókin ber titilinn Recentissima antiquissimœ linguœ septentriona-
lis incunabula, id est grammaticæ lslandicœ rudimenta nunc primum
adornari coepta et edita og, eins og Rask bendir á, bar hún þennan titil
lengi með réttu, þ.e. að vera „hin nýjasta“ (Rask 1811:XXXVI). Þessi
bók fékk betri undirtektir erlendis en þær norrænu málfræðibækur sem
ég nefhdi áðan. Bók Pontoppidans, sem talin er rækilegasta lýsing á
Norðurlandamáli ffá 17. öld, féll fljótlega í gleymsku en málftæði Run-