Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 128
126
Guðrún Kvaran
ólfs var tvisvar gefin út í Oxford ásamt riti George Hickes Institutiones
grammaticœ Anglo-Saxoniœ et Moeso-Gothicœ 1688 og 1689 og enn
einu sinni 1703 en þá sem kafli í riti Hickes Linguarum vett. septentrio-
nalium thesaurus. Hún kom síðar tvívegis út mjög stytt í Lundi 1804 og
1806 undir titlinum Grammaticae gothico-islandicae electa. Ekki er að
sjá að þar hafi íslendingur verið hafður með í ráðum þar sem ekkert var
leiðrétt af þeim villum er vom í upphaflegu málfræðinni en aðrar ekki
betri höfðu bæst við. Sem dæmi má nefna að beygingardæmið blad var
fellt niður en í stað þess sett orðið strid. Blad er í fleirtölu bl0d og því
hlaut strid að vera í fleirtölu str0d.
Rask hefur eftir sagnfræðingnum Peter Fredrik Suhm, sem mikill
áhugamaður var um bækur, bókaútgáfu og íslensk fræði, að lítil þörf sé á
nýrri íslenskri málfræði. Málfræði Runólfs nægi (Rask 1811:XXXIV).
13 Umsagnir um málfrceðina
Ekkert er vitað um viðbrögð samtímamanna íslenskra við bók Run-
ólfs. Jón úr Grunnavík hafði eftir Páli lögmanni Vídalín að bókin væri
„svo álits sem dmkkinn maður hefði samanskrifað hana á einni nóttu“
(Jón Þorkelsson 1897:CV-CVI) en sjálfur komst Páll svo að orði um
Runólf í rithöfúndatali sínu: ,Jiannz Grammaticam Islandicam hef eg
sied, og (male tempus legendo perdens) oskade hun hefde aldrej komid
i lios, þad verk sem aungum verdur til gagns“ (Páll Vídalín 1985:112).
Eggert Ólafsson, sem vonast eftir í inngangi að réttritabókinni, að ein-
hver sem vel sé að sér í letralist taki að sér að setja eitthvað um það
efhi á blað, minnist lítillega á málfræði Runólfs og skrifar:1
Þangað til hafa menn bók Runólfs Jónssonar meistara hvör í ljós kom
í Kaupmannahöfh árið 1651. Enn skaðinn er að þesse vor einasta
Grammatica er svo rangt og illa prentuð og maðurinn fekk ei tóm að
ljúka við eður bæta það verk, er svo búið var, þar á eftir prentað með
miklum kostnaði, skýrt og aukið á Englandi, en þá var þar ei heldur
neinn íslendingur sem í lag færa kynni.
í þeirri bók má sjá hve margar hneigingar og samokanir Rimólf-
1 Stafsetningu vikið við.