Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 130
128
Guðrún Kvaran
bendingar um málfar og orðaforða samtíðar hans og sama er að segja
um verk Jóns, einkum orðabókina.
2. Málfræði Runólfs
Eftir þessar neikvæðu umsagnir er fróðlegt að líta á málfræðina
sjálfa og kynnast því hvemig hún er hugsuð og upp byggð. í formála
kemur fram aðdáun Runólfs á íslenskri tungu sem vafalaust hefur verið
honum hvatning til að setjast niður og skrifa um hana. Á eftir formála
í útgáfunni frá 1651 em birt nokkur kvæði á latínu til höfundar, m.a.
frá Gísla Þorlákssyni og Guðmundi Andréssyni. Síðan hefst málfræðin
sjálf og er alls 168 blaðsíður.
2.1 Hljóðfræði
Runólfur skiptir bókinni í 13 kafla og er hinn fyrsti þeirra um bókstaf-
ina, de literis, og framburð fáeinna þeirra. Enginn skýr greinarmunur er
þó gerður á hljóðgildi annars vegar og rithætti hins vegar. f stafróíinu
telur Runólfur vera 22 bókstafi og af þeim teljist 17 til samhljóða.
2.1.1 Sérhljóðar
Sérhljóðamir em aðeins að hans mati a, e, i, o og u. Af þeim hafi
e aðeins eitt hljóðgildi sem líkt sé e-i í dönsku og þýsku en a, i og u
tvenns konar hljóðgildi þ.e. séu bæði stutt og löng. Langt a segir hann
sambærilegt latneska tvíhljóðanum au og nefnir haad sem dæmi en
stutt a eins og í matur sé borið fram eins ogaí dönsku. Sem dæmi um
langt i og u nefhir hann frijdur og fue en fridur og hlutur um stutt i og
u, enda var algengt að greina ekki á milli breiðra og grannra sérhljóða
í stafsetningu. o telur hann hafa þreims konar hljóðgildi, langt, stutt
og styst, þ.e. langt í goodur stutt íforn en stysta o-ið liggi milli e og
i eins og í 0nd. Til aðgreiningar á löngu og stuttu hljóðunum leggur
hann til að tvírita löngu sérhljóðana, þ.e. með aa, ij, oo og uu en nota
einfalda táknið fyrir hina stuttu. Fyrir sty sta o-ið leggur hann til að notað
verði 0.