Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Page 131
Grammaticœ islandicœ rudimenta
129
2.1.2 Tvíhljóðar
Tvíhljóðar eru að hans mati þrír og settir saman úr sérhljóðum, ae, au
og ei. Hann virðist í einhverjum vandræðum með hvemig fara skuli með
y sem hann ræðir um í sömu grein og tvíhljóðana og virðist hafa litið
á það sem samsett úr tveimur táknum. Hann kallar það ,4mpropriam
unam“, þ.e. óeiginlegan tvíhljóða sem þó sé almenn venja að nota.
2.1.3 Samhljóðar
Af samhljóðum ræðir Runólfúr aðeins um þ og h. Þ-ið, sem komið
sé úr rúnastafróíi, hafi tvöfalt hljóðgildi. í bakstöðu og á eftir sérhljóða
í sama atkvæði samsvari það d. Sem dæmi nefnir hann naath, naad,
mathur, madur, þ.e. annars vegar á harni við framburð í bakstöðu og
innstöðu, hins vegar við rithátt. Standi þ aftur á móti í framstöðu sé það
sambærilegt við hebreskt thau. Þó sé það ekki borið fram eins og th
heldur fremur sem eins konar blísturshljóð, tsh. Erfitt er að meta hvað
hann á við með þessum blístursffamburði þ-ins, ef til vill framburð
líkan þeim sem heyrist hjá mörgum Dana og Þjóðveija sem reynir að
bera fram þ í ffamstöðu í íslensku eða thíí ensku.
H á undan sérhljóði líkir hann við aðblásna sérhljóða í grísku og
telur gamalt í málinu. Aftur á móti sé ungt að h fari á undan /, n og r.
Gamalt sé að bera fram lutur, rutur, en ungt hlutur, hrutur. Líklegast
hefur Runólfur þekkt úr handritum ritmyndir án h fyrir áhrif ffá norsku
og talið þær upprunalegri.
Lengri er umfjöllunin ekki um hljóðfræðina og varla við því að búast
þar sem hljóðfræði var ekki mikill gaumur gefinn á þessum tímum.
Tæpum hundrað árum síðar eyðir Jón Magnússon litlu fleiri orðum að
hljóðfræði í málfræði sinni.
2.2 Beygingarfrœði
Annar og þriðji kafli fjalla um beygingarfræði nafnorða. Hinn fyrri
er mun lengri og er þar rætt um ósamsett nafnorð, nomen simplicium,
en það em nafhorð með greini á undan. Þennan greini telur hann vera
ábendingarfomafnið sá.
I hinum síðari aftur á móti er sýnd beyging samsettra nafnorða,