Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 132
130
Guðrún Kvaran
nomen compositorum, en þar á Runólfur eingöngu við nafhorð með
viðskeyttum greini sem hann telur vera persónufomafhið hann.
Ósamsettum nafhorðum skiptir Runólfur í fjóra flokka efitir endingu í
nefhifalli eintölu. Hann gefur upp sex föll eins og í latínu, þ.e.a.s. föllin
okkar fjögur en auk þeirra ávarpsfall og verkfærisfall. Með hveiju
beygingardæmi er ábendingarfomafhið einnig beygt en af því telur
hann ávarpsfallið vera í eintölu þu í fleirtölu þier. í verkfærisfalli notar
hann forsetninguna af. Dæmi:
Nf. Su Vpmb Þær Vamber
Ávf. Þu V0mb Þier Vamber
Þf. Þaa V0mb Þær Vamber
Þgf. Þeirre V0mb Þeim V0mbum
Ef. Þeirrar Vambar Þeirra Vamba
Vf. Af þeirre V0mb Af þeim V0mbum
2.2.1 Beyging fyrsta flokks nafnorða
Til fyrsta flokks nafnorða teljast kvenkynsorð sem enda á -a og
beygingardæmið er kvinna. í athugasemdum við þennan flokk nefhir
hann hljóðvarp þeirra orða er hafa stutt -a- í fyrsta atkvæði í nefnifalli,
kanna/kpnnu, en segir að slíkt gerist ekki sé a-ið langt, aa, gaatalgaatu.
Einnig ræðir hann um eignarfall fleirtölu sem oftast endi á -na eins
og dufna af dufa. Nefnir hann nokkur frávik frá þeirri reglu eins og
orð sem enda á -na, nunna, og -ja, grisia. Undarlegt telur Runólfur
eignarfall fleirtölu af kvinna, sem hann segir vera kvenna, þ.e. i í fyrsta
atkvæði verði e. Þessa verði ekki vart annars staðar, t.d. sé ef. ft. af
kista ekki kestna og ef. ft. af skrida ekki skredna. Hann gerir þó enga
tilraun til þess að skýra þetta.
2.2.2 Beyging annars flokks nafhorða
Til annars flokks teljast kvenkyns nafnorð sem enda í eignarfalli
eintölu á -ar en í nefnifalli á -b, -d, -f, -g, -k, -l, -m, -n, -o, -p, -r, -s, -t,
-u, -y og -a. Sýnd em beygingardæmi um hvem þessara undirflokka,
t.d. v0mb um orð sem endar á -b, naad um orð sem enda á -d, t0ff