Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Síða 133
Grammaticœ islandicœ rudimenta
131
um orð sem enda á -/ o.s.frv. Engin tilraun er gerð til að greina orðin
eftir nefhifalli og þolfalli fleirtölu, þannig að saman fara í þessum
beygingarflokki o- og i'-stofnar. Einnig seturhann undir þessabeygingu
frændsemisorðin mooder, syster og dotter.
í athugasemdum við beygingarflokkinn bendir Runólfur á víxl sér-
hljóða í einstökum fallmyndum og reynir í sumum tilvikum að búa sér
til reglu. Víxl séu milli a og <þ í orðum sem beygjast eins og t<þff og
sama segist haiui hafa tekið eftir í orðum eins og fiþdur. Þar sé aftur
á móti skotið inn r-i ef næst á eftir fer -ar, -er, -a, -um, þ.e. eignarfall
eintölu sé ekki fiadar heldur fiadrar, nf. ft. ekki fiadir heldur fiadrer,
þgf. fiþdrum. Sömu skýringu á innskots -r- hefur hann annars staðar
þar sem um stofhlægt r er að ræða.
Ef tvíhljóðinn au fer á undan ng breytist hann í aa í ef. et. og ft. þ.e.
spaung, spaangar, spaanga, en í nf. og þf. fleirtölu getur hann hvort
heldur sem er breyst í ei eða langt aa, þ.e. speingur eða spaanger.
Runólfur segist taka eftir því að fari / á eftir e-i þá breytist e-iÖ í ef.
et. og í fleirtölunni íaí öðrum föllum en þgf. Dæmi um þetta er orðið
þiel:
Nf. Su Þiel Þær Þialer
Ávf. Þu Þiel Þier Þialer
Þf. ÞaaÞiel Þær Þialer
Þgf. Þeirre Þiel Þeim Þielum
Ef. Þeirrar Þialar Þeirra Þiala
Vf. Af Þeirre Þiel
Hann nefiiir líka þá reglu að fari langt oo á undan k eða t þá komi
fram tvíhljóði í nf. og þf. í fleirtölu. Dæmi um þetta séu orðin book
og root. Þetta segir hann að gerist reyndar líka í orðunum mooder og
dootter. Reglan gildir ekki ef r-ið er tvíritað eins og í soott eða drott
Hún komi aftur á móti fram ef langt oo er í algerri bakstöðu eins og í
floo, ft. flœr, kloo, ft. klœr. Undantekningar ffá þessari reglu séu kroo
og stoo, í ft. kroor og stoor.
Þá gerir Runólfur þá athugasemd að endi orð á -ing, -ung eða -y í
nf. et. þá sé ending nf. ft. -ar. Dæmi: freisting, freistingar, hþrmung,