Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1993, Qupperneq 134
132
Guðrún Kvaran
hflrmungar, mey, meyar. Síðan telur hann upp ýmis orð sem séu und-
antekning frá þessari reglu en allt eru það orð sem beygjast reglulega
sem o-stofna kvenkynsorð.
Fari ei eða langt ii á undan k endi nf. ft. á -ur. Dæmi: eik, eikur, bryk,
brykur.
Að lokum er áhugavert að sjá hvemig hann álítur að naíhorðin œr og
kyr beygist en þau telur hann til undantekninga þeirra kvenkynsorða
sem enda á -r. Ær sé í ef. œrennar eða aannar en þf. og þgf. sé fengið
frá orðinu aa í merkingunni ‘fljót’. Kyr segir hann að sé í þf. og þgf
kuu en í ef. kuar.
2.2.3 Beyging þriðja flokks nafhorða
Til þriðju beygingar teljast karlkyns- og hvorugkynsorð sem enda
á -d, -l, -n, -r, -s og -x og að auki hvorugkynsorð sem enda á -b,
-e, -f, -g, -i, -k, -m, -o, -p, -t og Eignarfall þessara orða endar
á -s. Sýnd em beygingardæmi um hvem þessara flokka eins og um
kvenkynsorðin áður án þess ffemur en þar að flokka orðin eftir nf. ft.
Athyglisverður er listi yfir orð sem Runólfur telur beygjast eins og
hestur. Þeirra á meðal em orðin dinckur, gripur, giestur, glæpur, gickur,
hagur, hvalur, hriggur, kueikur, refur, reikur og reitur sem öll teljast nú
til í-stofha.
Ljóst er að Runólfur hefur gert sér grein fyrir óreglu þessa þriðja
beygingarflokks og talið hann hálfgert völundarhús. Sum orð sem endi
á -ur í nf. hafi t.d. ef. -s, hestur, hests, önnur bæti -s-i aftan á nf. t.d.
foodur, foodurs, enn önnur hafi endinguna -ar og virðist hann helst
líta á þá síðastnefhdu sem áhrif frá ef. kvenkynsorða. Eftir nokkrar
vangaveltur um eignarfallið snýr hann sér að einstökum atriðum sem
hann hefur tekið eftir, t.d. því að það em tvíkvæð kk. og hvk. orð, sem
í nf. enda á -ur, sem bæta -s-i við nefnifallsmyndina og mynda þannig
ef. Hann segist einnig hafa tekið eftir því að orð, sem enda á -adur eins
og hagnadur, -urdur eins og vidburdur og -skapur eins og klookskapur,
myndi öll eignarfall með endingunni -ar.
Sama sé að segja um orð sem hafa stysta o-ið, þ.e. 0, í fyrsta atkvæði
en þau orð breyti líka 0-inu í stutt a í ef.